Styrkur frá Velferðarráði Reykjavíkurborgar

Styrkir Velferðarráðs Reykjavíkurborgar til hagsmuna- og félagasamtaka til verkefna á sviði velferðarmála voru afhentir við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær, miðvikudaginn 4. mars. MS-félagið fékk þjónustusamning um ráðgjafaþjónustu til eins árs að upphæð kr. 1,2 milljónir.

Styrkur frá Heilbrigðisráðuneytinu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði í gær 95 milljónum króna af safnliðum fjárlaga til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum, þar á meðal til MS-félags Íslands.

Jólakveðja frá MS-félagi Íslands

MS-félag Íslands óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir stuðning og velvilja á árinu sem er að líða.
Skrifstofa MS-félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík verður lokuð yfir hátíðarnar, eða frá og með 23. desember til 3. janúar (báðir dagar meðtaldir).

FRÁBÆR JÓLAGJÖF FRÁ ELKO

ELKO styrkir góðgerðarsamtök í aðdraganda jólanna. MS-félagið fékk afhenta afar rausnarlega tækjagjöf í morgun frá fyrirtækinu.

Jólaball MS-félagsins 2019

Árlegt jólaball MS-félagsins verður haldið laugardaginn 7. desember n.k. kl. 14-16 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Aðgangur ókeypis en skráning nauðsynleg.

Ný söluvara: Jóla-/tækifæriskort, dagatal og plaköt

Sala er hafin á jólakorti ársins, sem í ár skartar verkinu Hortensía eftir Pétur Gaut.
Höfum einnig til sölu plaköt eftir tveimur myndum Eddu Heiðrúnar Backman, “Í hásal vinda” og “Húmar að”.
Þá er ótalið borðdagatal fyrir árið 2020, einnig með myndum Eddu Heiðrúnar Backman.

Hjálparhönd Íslandsbanka í MS-húsinu

Vikan hér á Sléttuveginum hefur einkennst af miklu annríki. Þessi tími ársins er einn sá annasamasti hjá okkur því eitt helsta fjáröflunarverkefnið okkar er sala á jólakortum og þeim þarf að pakka í söluumbúðir. Við nutum liðsinnis starfsfólks Íslandsbanka í vikunni.

Umsóknarfrestur í námssjóð

Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð MS-félagsins, sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Umsóknir fyrir haustönn 2019 skulu berast fyrir lok september.

Þjónusta félagsráðgjafa MS-félagsins

Íris Eik Ólafsdóttir er félagsráðgjafi MS-félagsins. Það er um að gera að nýta sér margþætta þjónustu hennar sem er félagsmönnum og fjölskyldum þeirra endurgjaldslaus.

Sumarlokun MS-félagsins

03.07.2019 Skrifstofa MS-félagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með föstudeginum 12. júlí til og með þriðjudagsins 6. ágúst. MS-Setrið verður lokað í tvær vikur, frá og með mánudeginum 22. júlí  til og með þriðjudagsins 6. ágúst. GLEÐILEGT SUMAR !

Það styttist í Reykjavíkurmaraþonið – vilt þú styrkja MS-félagið?

12.06.2019 Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst n.k., er í fullum gangi.  Stuðningur hlaupara og stuðningsmanna þeirra er MS-félaginu ómetanlegur og kemur að góðum notum við að efla fræðslu, félagsstarfið og þjónustu við félagsmenn. Hluti styrkja sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoninu 2014 og 2015 runnu sérstaklega til gerð fræðslubæklinga sem hlutu Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2018.   Í dag hafa …

Notar þú rafknúinn hjólastól? Viltu taka þátt í rannsókn?

02.06.2019 Ef þú ert með MS-greiningu og hafir þú skipt frá handknúnum hjólastól yfir í rafknúinn hjólastól (rafknúinn að öllu leyti) á síðustu 3 árum, viljum við gjarnan heyra frá þér.   Maya Lekka, iðjuþjálfi á Grensás og meistaranemi við háskóla í Svíþjóð, óskar eftir að taka viðtöl við fólk með MS sem hefur fengið rafknúinn hjólastól á sl. 3 …

Velheppnuð sumarhátíð að baki – myndir

30.05.2019 Sumarhátíð MS-félagsins var að venju haldin í sól og sumaryl á Sléttuveginum í tilefni Alþjóðadags MS.  Rauðhetta, úlfurinn og grísinn úr leikhópnum Lottu mættu á svæðið og léku leikritið um Rauðhettu og úlfinn. Í kjölfarið tróð Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Jón 500 kall úr Idolinu, upp og spilaði á gítarinn sinn og söng mörg mjög skemmtileg lög sem flestir þekktu. Boðið upp á andlitsmálun og …

Alþjóðadagur MS: Hin ósýnilegu einkenni MS – Munið sumarhátíðina 29. maí

27.05.2019 Alþjóðadagur MS er 30. maí og er honum fagnað með sumarhátíð MS-félagsins 29. maí. Yfirskrift dagsins er Hin ósýnilegu einkenni MS. MS er langvinnur bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu (heila og mænu) þar sem skilaboð um hreyfingu, tal eða hugsun truflast og ná illa eða ekki fram til viðeigandi líkamshluta og einkenni sjúkdómsins koma fram.  Að meðaltali greinist ein manneskja á tveggja vikna fresti með MS …

Nýr félagsráðgjafi MS-félagsins

15.05.2019 Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, hefur verið ráðin til starfa fyrir félagið. Hún mun sinna félagsráðgjöf, fjölskyldu- og parameðferð fyrir félagsmenn MS-félagsins. ​Íris Eik útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 2003 og sem fjölskyldufræðingur frá endurmenntun Háskóla Íslands árið 2018. Hún er einnig með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í réttarfélagsráðgjöf frá árinu 2010 og framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu frá …

Vinningshafi og lausn krossgátu

11.05.2019 Dregið hefur verið úr innsendum réttum lausnum krossgátu í 1. tbl. MS-blaðsins 2019. Lausnarorðið er: “HRÓSA SKAL HAPPI ÞÁ HÖND GEYMIR”. Vinningshafi er Guðný Björg Bjarnadóttir og óskum við henni til hamingju með vinninginn sem ekki er af verri endanum: Tölusett plakat af mynd Eddu Heiðrúnar Backman, „Tveir þrestir“. Hér má sjá lausn krossgátunnar   BB

ÖBI: Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur – opið fyrir umsóknir

11.05.2019 Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og ÖBÍ auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkir eru veittir til: öryrkja vegna hagnýts náms, bóklegs eða verklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. einstaklinga sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun. Rafrænt umsóknareyðublað.  Einnig er hægt að nálgast eyðublöð á skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands, Sigtúni 42, Reykjavík. …

Námskeið fyrir maka fólks með MS 13. maí

07.05.2019 Fyrirhugað er námskeið fyrir maka fólks með MS ef næg þátttaka næst. TÍMI: 13. maí (mánud.)    kl. 17:00 – 20:00 16. maí (fimmtud.) kl. 17:00  – 20:00 20. maí  (mánud.)   kl. 17:00  – 20:00 STAÐUR: Sléttuvegur 5, 103 Reykjavík. VERÐ: 5.000 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk. Boðið er upp á ávexti og kaffi. LÝSING: Námskeiðið er fyrir …

Krossgáta MS-blaðsins: Lokadagur 30. apríl

26.04.2019 Í MS-blaðinu sem sent var til félagsmanna í mars sl. er að finna verðlaunakrossgátu. Í krossgátunni er að finna lausnarorð – málshátt – sem verðlaun verða veitt fyrir lausn á. Verðlaunin eru ekki af verri endanum – tölusett plakat af mynd Eddu Heiðrúnar Backman, „Tveir þrestir“. Ef þið hafið ekki enn sent inn lausnina, en viljið vera með, sendið þá …

Góð stemming á páskabingói

Páskabingóið okkar var að venju haldið helgina fyrir páska og mætti fjöldi barna og fullorðinna. Vinningar voru páskaegg af öllum stærðum og gerðum, auk gjafapoka frá Innes sem innihélt allskonar góðgæti.

Páskabingó 13. apríl

Hið árlega og vinsæla páskabingó MS-félagsins fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið laugardaginn 13. apríl kl. 13-15 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Vinningar eru páskaegg af öllum stærðum og gerðum.

MS-blaðið, 1. tbl. 2019, er komið út

Meðal efnis í blaðinu eru greinar eftir Ólaf Thorarensen barnalækni, sérfræðing í heila- og taugasjúkdómum barna um MS í börnum og Ólöfu Elíasdóttur, taugalækni við Sahlgrenska í Gautaborg um algengi MS á Íslandi.

BSc rannsókn: Andleg líðan, heilsa og MS. Þátttakendur óskast!

Hanna Heiða Lárusdóttir er að ljúka við BSc gráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hennar, Andleg líðan, heilsa og MS, snýr að heilsu og líðan fólks með MS. Hún biðlar nú til MS-greindra um að svara stuttri könnun sem nálgast má á vefnum.

Félagsstarf á vorönn

Margt er á döfinni hjá MS-félaginu næstu mánuði; Hornsófinn – prjón og aðrar hannyrðir, fræðslufundur um sálfræði, jóga og lyfjamál, hið sívinsæla páskabingó, aðalfundur félagsins og sumarhátíð í tilefni alþjóðadags MS. Skráið hjá ykkur dagsetningarnar – við hlökkum til að sjá ykkur.

Ýmsar vörur til sölu

MS-félagið er með til sölu sjúkrarúm, tvö náttborð, svefnsófa með skemmli, sjónvarpsskáp, eldhúsborð með 2 stólum, tvo sturtustóla og upphækkun. Nánari upplýsingar hjá MS-felaginu í síma 568 8620 á virkum dögum eða með því að senda tölvupóst á netfangið msfelag@msfelag.is.     Nýlegt rúm, lítið notað, með góðri dýnu (90×200) frá Fastus á 200.000 kr. Sjá lýsingu á rúmi hér.   …

Sálfræðiþjónusta fyrir fólk með MS og aðstandendur þeirra

MS-félagið býður nú einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra upp á sálfræðiþjónustu. Boðið verður upp á þjónustuna til reynslu til loka júní 2019. MS-félagið hefur gert samning við Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðing, um að sinna sálfræðiþjónustunni.   Berglind er með BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Berglind þekkir MS-sjúkdóminn vel, …

MS-salurinn til leigu

MS-félagið er með einstaklega góðan sal til leigu að Sléttuvegi 5 sem tekur 60-70 manns í sæti. Salurinn er leigður út fyrir hvers kyns mannfagnaði.

Styrkur frá Reykjavíkurborg

Í gær veitti velferðarráð Reykjavikurborgar styrki til 35 verkefna, þ.á m. til MS-félagsins. Fékk félagið 1.200.000 kr. til að fjármagna þjónustusamning vegna ráðgjafaþjónustu félagsráðgjafa.

Grunnnámskeið í jóga

MS-félagið býður félagsmönnum sínum upp á 6 vikna grunnnámskeið í jóga, 4. mars – 10. apríl, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður 2 daga í viku í 75 mín. í senn; mánudaga og miðvikudaga kl. 16:15 til 17:30.

Íbúðin á Sléttuvegi 9 ekki lengur til útleigu

MS-félagið hefur sl. 18 ár leigt af Brynju, Hússjóði ÖBÍ, íbúð að Sléttuvegi 9 til skammtímaútleigu fyrir félagsmenn. Stjórn félagsins hefur nú tekið þá ákvörðun að segja íbúðinni upp frá og með mánaðarmótum febrúar-mars.

Hornsófinn – prjón og aðrar hannyrðir – opið hús

Næstu mánudaga verður opið hús í Setrinu, Sléttuvegi 5, á milli kl. 16 og 18 þar sem hægt verður að koma saman til að prjóna eða gera aðra handavinnu. Leiðbeinandi er Sesselja Guðjónsdóttir, textílkennari. Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.

Ótrúlegur fréttaflutningur

Í frétt Kvennablaðsins / Sykur í gær, 9. janúar, er að finna ótrúlega villandi umfjöllun um möguleg áhrif MS-sjúkdómsins á leikkonuna Selmu Blair, sem undirstrikar mikilvægi þess, sem MS-félagið hefur haldið fram í ræðu og riti, að fólk treysti ekki öllu því sem það les á veraldarvefnum, sérstaklega þegar notuð eru stór orð.

Styrktarþjálfun hjá Styrk – myndband

Styrktarþjálfunin hjá Styrk, Höfðabakka 9, er nú hafin á ný eftir jólafrí. Um er að ræða einstaklingsmiða sértæka líkamlega þjálfun í hópi undir leiðsögn sjúkraþjálfara sem hafa yfigripsmikla þekkingu og reynslu í þjálfun fólks með MS.

Gleðilega hátíð !!

MS-félagið óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og velunnurum gleðilegra jóla og gæfu og gleði á nýju ári.

Myndir frá jólaballinu – takk fyrir komuna kæru gestir

Að venju stóð MS-félagið fyrir jólaballi í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Margmenni mætti – yfir 100 börn, foreldrar þeirra, afar og ömmur …… og ekki síst tveir jólasveinar, þeir bræður Giljagaur og Kertasníkir.

Vilt þú hafa áhrif?

Kallað er eftir áhugasömum einstaklingum frá aðildarfélögunum Öryrkjabandalagsins til þátttöku í starfi málefnahópa ÖBÍ.

Könnun á svefngæðum fólks með MS á Íslandi

Samkvæmt erlendum rannsóknum eru svefntruflanir hjá fólki með MS algengar, vangreindar og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir líf og heilsu fólks. Nú er að fara af stað könnun á svefngæðum fólks með MS á Íslandi.

Ný söluvara: Borðalmanak 2019 og tækifæris-/jólakort

Nú er hægt að kaupa einstaklega fallegt borðalmanak ársins 2019 með vatnslitamyndum Eddu Heiðrúnar Backman og tækifæriskort með vatnslitaverki Dereks K. Mundell, leiðbeinanda Eddu Heiðrúnar heitinnar, sem ber heitið Mosabrekka.

Advania færir MS-félaginu afmælisgjöf

Advania færði MS-félaginu á dögunum DELL skjá fyrir fundarherbergi að gjöf í tilefni 50 ára afmælis. MS-félagið þakkar Advania kærlega fyrir gjöfina, sem mun koma að góðum notum á fundum og í fræðslustarfsemi félagsins.

Sheng Zhen æfingar og hugleiðsla: Námskeið um helgi

Um daginn var áhugi á Sheng Zhen æfingum og hugleiðslu kannaður. Ekki var nægur áhugi á þeim dögum sem þá var boðið upp á. Nú hefur leiðbeinandi námskeiðsins boðist til að halda námskeiðið um helgi.

Frábærlega vel heppnuð MS-ráðstefna að baki

MS-félagið fagnaði 50 ára afmæli 20. september og bauð af því tilefni til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni. Ráðstefnan bar yfirskriftina – MS-sjúkdómurinn – staða og horfur.

Námskeið fyrir foreldra

Námskeiðið er fyrir foreldri/a sem eiga uppkomin eða yngri börn með MS-sjúkdóminn og byggist á fræðslu, umræðum og stuðningi.

Uppskeruhátíð Reykjavíkurmaraþons

Á dögunum fór fram uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Berglind Björgúlfsdóttir og Ólína Ólafsdóttir mættu fyrir hönd félagsins til að taka formlega á móti þeim 1.327.082 kr. sem söfnuðust í maraþoninu.

Ráðstefna um MS 20. september: NÝ STAÐSETNING OG TÍMI

Vegna mikillar skráningar á ráðstefnuna um MS 20. september n.k. hefur staðsetning ráðstefnunnar verið færð úr húsnæði MS-félagsins í Gullhamra, Þórhildarstíg 2, Grafarholti. Af þeim sökum þurfti að seinka dagskrá um 30 mínútur.

Hjálparhönd Íslandsbanka lætur til sín taka

Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka mættu gallvösk í MS-húsið undir lok ágúst sl. til að fegra umhverfi MS-hússins með því að reyta arfa og illgresi, skera kanta og vinna aðra garðvinnu.

Könnun um meðferð og þjónustu

Fræðslunefnd MS-félagsins biður MS-greinda um að fylla út örstutta könnun sem tekur jafnvel ekki nema mínútu að svara. Þátttaka þín er mjög mikilvæg !

Styrkir til náms

MS-félag Íslands er með styrktarsjóð sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Sækja má um styrk til að greiða skólagjöld, námsbækur, námskeið sem eru hluti af námi og annað sem styrkir einstaklinginn á annan hátt til náms. Umsækjandi skal skila afriti af útlögðum kostnaði vegna námsins. Hámarksstyrkur er 50.000 kr. á ári. Einstaklingur getur sótt aftur um styrk eftir …

Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur

Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur, sem er eign Öryrkjabandalags Íslands, auglýsir styrki til úthlutunar. Styrkirnir eru veittir til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum.

Til hlaupara MS-félagsins og stuðningsmanna

Hlaupurum MS-félagsins er boðið að koma á skrifstofu MS-félagsins til að fá frá félaginu, sem takk fyrir þátttökuna, merki félagsins, sem hægt er að næla í hlaupafötin, buff og armband.

Ný söluvara: húfur og fjölnota pokar

Nú er hægt að kaupa fallegar húfur og hentuga fjölnota poka til styrktar MS-félaginu. Hægt er að fá vörurnar sendar með pósti eða nálgast þær á skrifstofu félagsins.

Ráðstefna um MS 20. september

MS-félagið fagnar 50 ára afmæli 20. september n.k. Af því tilefni býður félagið til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.

Sumaropnun skrifstofu

Skrifstofa MS-félagsins verður opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10 til 15 í júlí og ágúst. Lokað verður frá og með 20. júlí til og með 8. ágúst.

Alþjóðadagur MS 2018

Sólin skein blítt fyrir okkur á alþjóðdegi MS í gær. Alþjóðadeginum er ætlað að vekja athygli samfélagsins á MS-sjúkdómnum og þeim áskorunum sem fólk með MS og aðstandendur þeirra geta mætt. “Færumst nær” er yfirskrift alþjóðadagsins í ár, en hann er tileinkaður rannsóknum á MS-sjúkdómnum. Mættir voru um 150 manns að njóta dagsins með okkur, en dagskráin var ekki af verri endanum. Björg Ásta Þórðardóttir, formaður félagsins, setti hátíðina og bauð Hr. Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands velkominn. Guðni hélt stutta ræðu áður en hann gekk á milli og blandaði geði við gesti og gangandi.

Óvænt heimsókn frá tölvudeild Arionbanka

Við fengum afar skemmtilega heimsókn á skrifstofuna í dag frá tveim starfsmönnum í tölvudeild Arionbanka, sem komu færandi hendi með styrk uppá ca 120.000 krónur sem safnast höfðu á leikjakvöldi starfsfólksins.

Alþjóðadagur MS

Alþjóðadagur MS verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn miðvikdaginn 30. maí nk. í húsnæði MS-félagsins.

Aðalfundur MS-félagsins 2018

Í gær var aðalfundur MS-félagsins haldinn í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5. Mættir voru um 30 félagsmenn en fundarstjórn var í höndum Berglindar Guðmundsdóttur, fyrrverandi formanni félagsins.

Aðalfundur MS-félagsins á morgun

Aðalfundur MS-félags Íslands fer fram á morgun, miðvikudaginn 16. maí kl. 17:00, í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5. Kosningarétt á aðalfundi hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald til félagsins fyrir árið 2018.

Minningakortið komið í nýjan búning

MS-félagið hefur undanfarin ár haft til sölu minningarkort, sem við sendum fyrir þína hönd, þar sem þú styrkir félagið í nafni hins látna/hinnar látnu. Minningarkortin eru mikilvægur styrkur við félagið og um leið falleg leið að minnast hins látna. Minningarkortið hefur nú fengið nýjan og fallegan búning, en það prýðir myndin ,,Byr undir báðum” eftir Eddu Heiðrúnu Backman.

Aðalfundur MS-félags Íslands

Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 16. maí 2017 kl. 17:00 (húsið opnar kl 16:30) í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

Styrktartónleikar

Þann 11. apríl sl. voru haldnir tónleikar til styrktar ungu fólki með MS í Fella- og Hólakirkju, en að þeim stóðu fjórir nemendur í Háskóla Íslands. Margskonar listamenn komu fram, meðal annars tónlistarmennirnir Hlynur Ben og Rannveig Júlía auk þess sem Dóra var með uppistand.

MS-blaðið, 1. tbl. 2018, er komið út

Nú ætti öllum félagsmönnum MS-félagsins að hafa borist tímarit félagsins, MS-blaðið, sem áður hét MeginStoð. Margir hafa eflaust tekið eftir nýju útliti blaðsins en í tilefni 50 ára afmælisárs félagsins þótti ekki úr vegi að „poppa“ blaðið aðeins upp, bæði með nýju nafni og nýrri uppsetningu.

Stuðningsfulltrúanámskeið

Miðvikudagana 11. og 18. apríl kl. 17-21 mun Stuðningsnet Sjúklingafélagana halda námskeið fyrir verðandi Stuðningsfulltrúa.Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra

Styrktartónleikar

Þann 11. apríl næstkomandi munu fjórir nemendur í Háskóla Íslands halda tónleika til styrktar ungu fólki með MS. Viðburðurinn verður haldinn í Fella- og Hólakirkju klukkan 20:30 og munu margskonar listamenn koma fram

Námskeið fyrir aðstandendur

Föstudaginn 13. apríl hefst námskeið sérstaklega ætlað aðstandendum MS-fólks. Námskeiðið fer fram í húsnæði félagsins á Sléttuvegi 5 og er í tvö skipti.

Yoga námskeið fyrir byrjendur

Mánudaginn 9. apríl hefst fimm vikna Yoga námskeið fyrir byrjendur. Námskeiðið verður á mánudögum og fimmtudögum í húsnæði MS-félagsins. Takmarkað pláss í boði.

MS-Salurinn til leigu

Nú stendur til boða að taka á leigu sal MS-félagsins að Sléttuvegi 5. Salurinn rúmar 60-70 manns og hentar vel fyrir veislur, fyrirlestra eða hverskyns mannamót.

HAM námskeið Kvennahreyfingar ÖBÍ

Kvennahreyfing ÖBÍ stendur fyrir námskeiði um aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Námskeiðið er sex skipti í tvo tíma í senn og verður einu sinni í viku (þriðjudaga) frá 13. mars til 24. apríl (frí 3. apríl) kl 17-19. Námskeiðsgjald er kr. 7.000-

Makanámskeið

Námskeið fyrir maka fólks með MS hefst fimmtudaginn 8. mars næstkomandi. Tilgangurinn með námskeiðinu er að fólk í svipaðri stöðu hittist og deili reynslu sinni og fái fræðslu.

Uppsögn rammasamnings SÍ við sjúkraþjálfara frestað

Í síðustu viku tilkynntu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) að stofnunin hefði ákveðið að segja upp rammasamningi við sjúkraþjálfara, sem kveður á um greiðsluþátttöku ríkisins í kostnaði einstaklinga vegna sjúkraþjálfunar, gerði heilbrigðisráðherra ekki athugasemd við uppsögnina.

Áskorun MS-félagsins til heilbrigðisráðherra

MS-félag Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að hafna þeirri fyrirætlan Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að segja upp núgildandi rammasamningi við sjúkraþjálfara fyrir lok mánaðarins, með sex mánaða fyrirvara, geri ráðherra ekki athugasemdir

Námskeið fyrir nýgreinda

Mánudaginn 12. febrúar hefst námskeið fyrir MS-fólk með tiltölulega nýja greiningu (6 mán. til 3 ár) og byggist á fræðslu og umræðum. Markmiðið með námskeiðinu er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum með sjúkdóminn og fái stuðning.