Mayzent (siponimod) fær markaðsleyfi í Evrópu

Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt markaðsleyfi fyrir lyfið Mayzent (siponimod) sem er ætlað fyrir virka síðkomna versnun MS. Leyfið kemur í kjölfar tilmæla þar að lútandi frá Lyfjastofnun Evrópu.

ECTRIMS 2019: Ocrevus og Blitzima – Sama virkni eða hvað?

MS-lyfið Ocrevus er með markaðsleyfi í Evrópu sem meðferð við MS í köstum og, sem það fyrsta, við stöðugri versnun MS. Það hefur því markaðsleyfi á Íslandi en hefur þó ekki hlotið samþykki Lyfjagreiðslunefndar(4) fyrir greiðsluþátttöku ríkisins.

ECTRIMS 2019: Gagnast Blitzima (MabThera) MS-greindum?

Gagnsemi lyfsins Blitzima / MabThera fyrir MS-greinda var til umræðu á ECTRIMS-ráðstefnunni(1) 11. – 13. september sl. Blitzima / MabThera er hvergi í heiminum markaðssett sem MS-lyf en hefur verið notað sem slíkt á Íslandi síðan 2012.

Bólusetning gegn árlegri inflúensu og lungnabólgu

Einstaklingar með MS á ónæmisbælandi meðferð mega fá flensusprautuna, þar sem hún inniheldur bóluefni sem eru ekki lifandi. Margir sem tilheyra áhættuhópum velja jafnframt að fá bólusetningu gegn pneumókokkum, sem eru bakteríur sem valda m.a. lungnabólgum og fleiri alvarlegum sýkingum.

ECTRIMS 2019: D-vítamín fyrir MS-greinda? (fyrri hluti)

D-vítamín er m.a. mikilvægt fyrir starfsemi, uppbyggingu og þroska taugakerfisins. Margar farandfræðilegar rannsóknir benda til þess að lágt magn D-vítamíns í blóði auki hættuna á að fá MS en minna er vitað um áhrif eða ávinning D-vítamíns fyrir einstaklinga sem þegar eru með sjúkdóminn og þá hvort D-vítamín dragi úr MS-köstum og sjúkdómsframgangi.

MS-lyfið Gilenya má ekki nota á meðgöngu

Í fréttatilkynningu evrópsku lyfjastofnunarinnar EMA frá 26. júlí sl. er mælt með því að hvorki þungaðar konur með MS noti Gilenya né þær konur sem ekki nota örugga getnaðarvörn.

MS-lyfið Mavenclad á Íslandi

23.05.2019 MS-lyfið Mavenclad hefur nú bæst í flóru MS-lyfja á Íslandi eftir jávæða umsögn Lyfjagreiðslunefndar. Mavenclad hefur mikla langtímaverkun. Meðferðarlotan er 4 ár en einungis eru teknar nokkrar töflur í byrjun meðferðar og síðan ekkert fyrr en meðferðin er endurtekin ári síðar. Engar töflur eru teknar á þriðja og fjórða ári. Lyfið er ætlað til meðferðar á einstaklingum með MS í köstum með …

RAM-MS: Stofnfrumurannsókn á Norðurlöndunum

Fyrir tæpu ári fór af stað stofnfrumurannsókn í Noregi með það að markmiði að bera saman AHSCT-stofnfrumumeðferð við MS-lyfið Lemtrada. Sl. haust var Danmörku og Svíþjóð boðið að taka þátt.

Best er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir greiningu

Rannsóknir benda til þess að MS-greindir með sjúkdómsmyndina MS í köstum (RRMS), sem fá MS-lyf fljótlega eftir greiningu, þróa síður með sér sjúkdómsmyndina síðkomna versnun (SPMS) borið saman við þá sem fá ekki lyf eða þá sem fara ekki strax á lyfjameðferð eftir greiningu.

Blitzima í stað MabThera

Frá 2012 hefur í allt um 90 einstaklingum með MS verið gefið „off label“ lyfið MabThera með virka efninu rituximab. Frá síðasta lyfjaútboði LSH er sjúklingum nú gefið lyfið undir heitinu Blitzima. Sama virka efni – annar framleiðandi – engin áhrif á sjúkling.

Ótrúlegur fréttaflutningur

Í frétt Kvennablaðsins / Sykur í gær, 9. janúar, er að finna ótrúlega villandi umfjöllun um möguleg áhrif MS-sjúkdómsins á leikkonuna Selmu Blair, sem undirstrikar mikilvægi þess, sem MS-félagið hefur haldið fram í ræðu og riti, að fólk treysti ekki öllu því sem það les á veraldarvefnum, sérstaklega þegar notuð eru stór orð.

Vísindamenn greina nýtt afbrigði af MS

Vísindamenn hafa greint nýtt afbrigði af MS, MCMS, sem ekki sést á sneiðmynd af heila MS-sjúklings í MRI (segulómun), og því aðeins hægt að greina eftir andlát. Við MCMS eiga taugaskemmdir sér stað án niðurbrots á mýelíni í heila, eins og talið er einkennandi fyrir MS-sjúkdóminn.

Ferill markaðsleyfis

Mörgum þykir ansi langur tími líða frá því að frétt berst þess efnis að eitthvað ákveðið lyf hafi lofað svo góðu í rannsóknum að leyfishafi lyfsins hafi ákveðið að sækja um markaðsleyfi fyrir lyfið svo hefja megi almenna notkun þess.

Mikilvægt er að hefja meðferð við MS sem fyrst

Mikilvægt er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir að einkenna MS-sjúkdómsins verður vart svo koma megi í veg fyrir fötlun síðar í sjúkdómsferlinu eða í það minnsta, seinka ferlinu. Þetta sýnir ný dönsk rannsókn.

Stofnfrumumeðferð við MS í köstum

Bráðabirgðaniðurstöður MIST-rannsóknarinnar (#1), sem kynntar voru 17. mars sl., sýna góðan árangur stofnfumumeðferðar (AHSCT) (#2) fyrir fólk með mjög virkan MS-sjúkdóm í köstum. MS-köstum þátttakenda fækkaði svo um munaði og margir fengu einhvern bata.

MS-lyfið Zinbryta innkallað vegna aukaverkana

Lyfjafyrirtækin Biogen og AbbVie hafa innkallað MS-lyfið Zinbryta, sem fékk markaðsleyfi í Evrópu um mitt ár 2016 og á Íslandi 2017. Lyfið hefur ekki verið ávísað á Íslandi.

MabThera er árangursríkt við meðferð á MS í köstum

Þetta er niðurstaða sænskrar rannsóknar sem birt var í tímaritinu Annals of Neurology á vormánuðum 2016. MabThera hefur verið notað “off label” á Íslandi frá 2012 en mikil líkindi eru með MabThera og MS-lyfinu Ocrevus, sem hlaut markaðsleyfi í Evrópu nú á dögunum, og væntanlegt er á vormánuðum.

Ocrevus fær markaðsleyfi í Evrópu

MS-lyfið Ocrevus hefur nú fengið markaðsleyfi í Evrópu og því vonandi í boði hér á landi á vordögum. Lyfið gagnast helst við MS í köstum (RRMS) en einnig er það fyrsta lyfið sem talið er gagnast einstaklingum sem upplifa stöðuga versnun einkenna án MS-kasta (PPMS).

Daniel fær stofnfrumumeðferð

Daniel Hvoldal er 29 ára Dani sem greindist fyrir fjórum árum með MS. Sjúkdómsgangur hans var hraður – hann fékk mörg köst sem skildu eftir sig einkenni eins og gangtruflanir, mikla þreytu og erfiðleika með finhreyfingar.

PML-tilfelli í kjölfar Tysabri-meðferðar í Danmörku

PML-heilabólga er sjaldgæf en alvarleg aukaverkun Tysabri og fleiri ónæmisbælandi lyfja. Andlát vegna heilabólgu í kjölfar Tysabri-meðferðar var nýlega staðfest í Danmörku. Hér verður því rifjað upp hvað PML (heilabólga) er, hver einkennin eru og hvað er til ráða.

MS-lyfið Ocrevus fær jákvæða umsögn CHMP

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf sem ætluð eru fólki (CHMP) hefur gefið MS-lyfinu Ocrevus jákvæða umsögn um notkun lyfsins fyrir einstaklinga sem eru með virkan MS-sjúkdóm í köstum (RRMS) og fyrir einstaklinga sem upplifa stöðuga versnun einkenna án MS-kasta (PPMS).

Hvernig mun sjúkdómur minn þróast?

Við MS-greiningu fyllast margir áhyggjum og kvíða yfir framtíðinni og spyrja lækni sinn um hverjar horfurnar eru. „Mun ég lifa óbreyttu lífi eða mun ég enda í hjólastól?“

„CRISPR“ – spennandi eða óhugnanleg tækni?

Í sjónvarpi RÚV 15. ágúst sl. var á dagská heimildarþáttur BBC um CRISPR, vísindalega uppgötvun sem gæti breytt lífi allra og alls hér á jörðinni. Um er að ræða framför í erfðabreytingatækni.

MS Barometer 2015: Staða fólks með MS í Evrópu

Nýlega kom út skýrsla EMSP, evrópsku MS-samtakanna, MS Barometer 2015, sem ætlað er að lýsa stöðu og mismunandi aðstæðum einstaklinga með MS í Evrópu, hvar og hverju sé ábótavant og hvað hægt sé að gera betur.

Uppgötvun fyrir stöðuga versnun MS (PPMS)

Þar sem erfitt hefur reynst að þróa ný lyf við stöðugri versnun MS (SVMS e. PPMS) en þörf fyrir meðferð verið mikil, hafa vísindamenn verið að prófa lyf við öðrum sjúkdómum fyrir þessa gerð MS.

UPPTAKA FRÁ NETÚTSENDINGU PMSA FRÁ 13. FEBRÚAR

Fyrr í mánuðinum var bein netútsending frá fundi á vegum PMSA (Progressive MS Alliance) um stöðu á rannsóknum í meðferð við versnunarformi MS (progressive MS). Nú er hægt að hlusta á upptöku frá fundinum á ensku hér…

SEINKUN Á MARKAÐSLEYFI FYRIR MS-LYFIÐ OCREVUS (OCRELIZUMAB)

Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjana (FDA) hefur tilkynnt um frestun á ákvörðun stofnunarinnar um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir lyfið Ocrevus (ocrelizumab) til 28. mars. Ocrevus er fyrsta lyfið sem sýnt hefur jákvæðar niðurst…

ÍSLENSK RANNSÓKN UM HUGARSTARF EINSTAKLINGA MEÐ MS

Í Læknablaðinu frá 2015 má finna niðurstöður rannsóknar sem unnin var af læknum á taugalækningadeild LSH og frá læknadeild Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að meta hugarstarf og tengsl þess við líkamlega færni,…

PLEGRIDY: NÝTT MS-LYF BÆTIST VIÐ LYFJAFLÓRUNA

Nýtt sprautulyf, Plegridy, hefur bæst við flóru MS-lyfja sem gefin eru á Íslandi og er ætlað þeim sem hafa MS-sjúkdóminn í köstum. Það hefur svipaða virkni og interferonlyfin sem fyrir eru og sem fækka köstum um 30%. Kosturinn um…

IPMSA VEITIR HIMINHÁAN STYRK TIL RANNSÓKNA Á VERSNUN Í MS

Alþjóðlegu samtökin Progressive MS Alliance*, sem eru undir stjórn MSIF, alþjóðasamtaka MS-félaga, veittu á dögunum fjárstyrk að jafnvirði 1.638 milljóna króna (12,6 milljónum evra) til þriggja sérvalinna rannsókna sem leiða …

BAF312: ER AÐ BIRTA TIL FYRIR SÍÐKOMNA VERSNUN MS?

Lyfjafyrirtækið Novartis birti á dögunum bráðabirgðaniðurstöður fasa-III rannsóknar á lyfi sem gagnast gæti einstaklingum með síðkomna versnun MS (secondary progressive MS / SPMS) en engin MS-lyf eru til fyrir þennan sjúklin…

NÝTT LYF Á EVRÓPUMARKAÐ: ZINBRYTA

Nýtt MS-lyf, Zinbryta (daclizumab) hefur hlotið náð fyrir augum evrópsku lyfjastofnunarinnar, EMA, við MS í köstum. Niðurstöður 3ja-fasa rannsóknar (DECIDE) birtust í tímaritinu The New England Journal of Medicine 8. nóvember sl. &…

SÆNSK RANNSÓKN Á GILENYA OG MABTHERA

MS-lyfið Tysabri (natalizumab) er eitt áhrifaríkasta lyfið á markaði í dag fyrir fólk sem fær MS í köstum. Lyfinu getur þó fylgt sjaldgæf en alvarleg aukaverkun sem er sýking í heila sem kallast „ágeng fjölhreiðra innlyksu…

OZANIMOD LOFAR GÓÐU Í FASA-II RANNSÓKN

Í apríl-hefti læknatímaritsins Lancet voru birtar niðurstöður fasa-II rannsóknar á lyfinu Ozanimod og lofa niðurstöður góðu fyrir þá sem eru með MS í köstum. Samkvæmt þeim dró Ozanimod verulega úr sjúkdómsvirkni þát…

RANNSÓKN Á FLOGAVEIKILYFI VIÐ SJÓNTAUGABÓLGU

Í janúar-hefti The Lancet Neurology voru birtar jákvæðar niðurstöður fasa-2 rannsóknar á flogaveikilyfinu phenytoin við sjóntaugabólgu sem margir einstaklingar með MS fá og er algengt byrjunareinkenni á MS-sjúkdómnum. …

ÞVAGPRÓF TIL GREININGAR Á MS-SJÚKDÓMNUM?

Danskir vísindamenn hafa þróað þvagpróf sem getur sagt til með um 90% nákvæmni hvort einstaklingur sé með MS eða ekki. Fyrstu einkenni MS, eins og þokusýn, náladofi eða óútskýrð þreyta, geta átt við margt annað en MS. Ef þ…

STOFNFRUMUMEÐFERÐ VIÐ MS ENN Á RANNSÓKNARSTIGI

Í gær var á bresku sjónvarpsstöðinni BBC þáttur sem fjallaði um niðurstöður stofnfrumurannsóknar sem gerð var á Sheffield’s Royal Hallamshire sjúkrahúsinu í Sheffield á Englandi og þótti lofa góðu sem meðferð við MS. Var …

GAGNSEMI D-VÍTAMÍNS: NÝ RANNSÓKN

D-vítamín virðist allra meina bót skv. röð rannsókna sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Miklar umræður hafa þó skapast um hvað er nægjanlegt magn og hvað of mikið og eru ekki allir á eitt sáttir. Eins er miklar umræð…

RANNSÓKN UM ÁHRIF REYKINGA

  Nú nýlega kynntu vísindamenn við Karolínska sjúkrahúsið í Svíþjóð niðurstöður rannsókna sinna sem benda til þess að reykingar hafi einnig neikvæð áhrif á sjúkdómsframvindu MS en þekkt eru tengsl reykinga við orsö…

TYSABRI VIRKAR EKKI VIÐ SÍVERSNUN MS

Lyfjafyrirtækið Biogen, sem er framleiðandi MS-lyfsins Tysabri, birti nýlega niðurstöður fasa-3 rannsóknar (ASCEND) á virkni Tysabri á síðkomna versnun í MS (secondary progressive MS). Því miður stóðu niðurstöður ekki undir v

FRÁBÆRAR FRÉTTIR: ocrelizumab

  LOKSINS sýna rannsóknir fram á virkni lyfs sem lofar góðu fyrir versnun í MS, þ.e. þá tegund MS sem ekki kemur í köstum. Engin meðferð hefur verið tiltæk hingað til fyrir fólk með frumkomna eða síðkomna versnun í MS.

NÝ ÞEKKING

Ný rannsókn Ragnhildar Þóru Káradóttur, vísindamanns og doktors í lífefnafræði við háskólann í Cambridge á Englandi og félaga hennar, bendir til þess að skaddaðar taugafrumur sendi skilaboð til stofnfrumna og óski eftir lagf

ÍSLENSKUR VÍSINDAMAÐUR Í FREMSTU RÖÐ

Ragnhildur Þóra Káradóttir, vísindamaður, sem m.a. rannsakar MS-sjúkdóminn, rekur vísindastofu í Cambridge á Englandi. Á dögunum var hún, ein norrænna vísindamanna, valin í teymishóp 20 fremstu ungra vísindamanna í Evrópu. Þ…