Var prinsessan á bauninni með MS? Ósýnileg einkenni MS

Mikil og góð viðbrögð hafa verið við greininni „Var prinsessan á bauninni með MS? Ósýnileg einkenni MS“ sem birtist í MS-blaðinu á dögunum. Innihald greinarinnar virðist hafa opnað augu margra og skapað umræður milli para og innan fjölskyldunnar.

Rannsókn um svefnraskanir MS-greindra í Læknablaðinu

Fyrir tæpu ári síðan tóku 234 einstaklingar með MS þátt í rannsókn Aðalbjargar Albertsdóttur hjúkrunarfræðings, vegna lokaverkefnis hennar til meistaragráðu í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, að kanna algengi svefntruflana hjá fólki með MS.

MS-einkenni: Máttminnkun/máttleysi

Máttleysi er algengt MS-einkenni. Máttleysið getur verið íþyngjandi en einnig það vægt að einstaklingurinn finnur einungis fyrir vægri klaufsku í útlimum við áreynslu.

Myndband um hin ósýnilegu einkenni MS

05.07.2019 MS-félagið í Ástralíu, MS Australia, gaf út myndband um hin ósýnilegu einkenni MS í tilefni af alþjóðadegi MS, 30. maí. Myndbandið er með íslenskum undirtexta. Í myndbandinu, sem er um 2 mínútur að lengd, talar Sonia, kona með MS, við okkur um hin margvíslegu ósýnilegu MS-einkenni. Mörg einkenni MS-sjúkdómsins eru ósýnileg eða vekja ekki athygli, og mætir hinn MS-greindi …

MS-einkenni: Jafnvægisleysi

20.06.2019 Jafnvægistruflanir hjá MS-greindum geta stafað af MS-sárum í litla heila, þ.e. valdið truflunum á samskiptum á milli litla heila og líkamans, og vegna óbeinna áhrifa annarra MS-einkenna, eins og dofa, máttminnkunar, sjóntruflana, svima, vöðvaspennu og spasma, skjálfta, þreytu, verkja og ofurnæmni í fótum. Þessi einkenni aukast auðveldlega við þreytu og álag og í aðstæðum þar sem áreiti eru mörg, …

MS-einkenni: Jafnvægisleysi

Jafnvægistruflanir hjá MS-greindum geta stafað af MS-sárum í litla heila, þ.e. valdið truflunum á samskiptum á milli litla heila og líkamans, og vegna óbeinna áhrifa annarra MS-einkenna.

Einkenni MS-sjúkdómsins

Stundum er talað um MS sem sjúkdóminn með þúsund andlit. Einkennin eru margbreytileg og einstaklingsbundin, þau geta verið tímabundin eða varanleg og mismunandi er að hve miklu leyti einkennin hafa áhrif á daglegt líf.

Ótrúlegur fréttaflutningur

Í frétt Kvennablaðsins / Sykur í gær, 9. janúar, er að finna ótrúlega villandi umfjöllun um möguleg áhrif MS-sjúkdómsins á leikkonuna Selmu Blair, sem undirstrikar mikilvægi þess, sem MS-félagið hefur haldið fram í ræðu og riti, að fólk treysti ekki öllu því sem það les á veraldarvefnum, sérstaklega þegar notuð eru stór orð.

MS-einkenni: Hægðavandamál

Meltingin er afar flókið ferli og felur í sér samhæfingu margra mismunandi tauga og vöðva. Það er því ekki að undra að margir eigi við ýmis hægðavandamál að stríða.

MS-einkenni: Gönguerfiðleikar

Margir með MS eiga við einhvers konar gönguerfiðleika að stríða. Hjá sumum var það jafnvel einkennið sem rak þá til læknis eða í sjúkraþjálfun fyrir greiningu.

MS-einkenni: Dofi

Dofi er með algengustu byrjunareinkennum MS. Hann getur komið í stórum eða litlum hluta líkamans og varað í styttri eða lengri tíma.

MS-einkenni: Skyntruflanir

Skyntruflanir geta verið margvíslegar og geta komið fram í hvaða hluta líkamans sem er. Ýmislegt er til ráða.

Mikilvægt er að hefja meðferð við MS sem fyrst

Mikilvægt er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir að einkenna MS-sjúkdómsins verður vart svo koma megi í veg fyrir fötlun síðar í sjúkdómsferlinu eða í það minnsta, seinka ferlinu. Þetta sýnir ný dönsk rannsókn.

Þvagfærasýking – einkenni og ráð

Þvagfærasýking er nokkuð algeng meðal einstaklinga með MS. Mikilvægt er að vera á verði gagnvart einkennum þvagfærasýkingar því hún getur aukið á MS-einkenni og líkst MS-kasti.

Þvagblöðruvandamál – hvað er til ráða?

Allt að 75% einstaklinga með MS, bæði konur og karlar, eiga í einhvers konar vandræðum með tæmingu þvagblöðrunnar. Ástæðan er truflun á taugaboðum. Einkennandi fyrir MS er að fólki verður „brátt“ og á af þeim sökum á hættu að ná ekki á salerni og missa þar með þvag.

„Fær barnið mitt einnig MS?“

„Fær barnið mitt einnig MS?“, hugsa margir foreldrar og hafa áhyggjur. Þessar áhyggjur geta þjakað hugann þegar pör íhuga barneignir, á meðan barnið er í móðurkviði eða eftir því sem barnið eldist. Líkurnar eru hins vegar það litlar að best er að ýta þessum áhyggjum til hliðar og njóta frekar samvistana við barnið.

Þunglyndi: Hvað er til ráða?

Ýmislegt er hægt að gera til að takast á við þunglyndi. Fyrsta skrefið er að einstaklingurinn viðurkenni vandann og leiti sér aðstoðar, t.d. með því að ræða við einhvern úr fjölskyldunni eða tala við heimilislækni.

Þjáist þú af þunglyndi?

Sýnt hefur verið fram á að meira er um þunglyndi hjá fólki með MS, borið saman við heilbrigt fólk og einstaklinga með aðra alvarlega sjúkdóma, en rannsóknir benda til að MS-skemmdir á ákveðnum stöðum í heila geti valdið þunglyndi.

Hvernig mun sjúkdómur minn þróast?

Við MS-greiningu fyllast margir áhyggjum og kvíða yfir framtíðinni og spyrja lækni sinn um hverjar horfurnar eru. „Mun ég lifa óbreyttu lífi eða mun ég enda í hjólastól?“

MS og þarmaflóran

Fjölmargar rannsóknir eru nú gerðar á mögulegu orsakasamhengi á milli örveruflóru meltingavegar og einstaklinga með MS. Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að bakteríur í þörmum hafi áhrif á sjúkdómsframvindu MS-greindra.

MS-þreyta er ekki auðveld viðfangs

Þreyta er algengt einkenni MS. Stundum er MS-þreytu ruglað saman við leti áður en sjúkdómurinn er greindur en sumir upplifa þreytu sem fyrsta einkenni MS.

KYNLÍF OG MS: VÖÐVASPENNA OG SPASMAR

Vöðvaspenna og spasmar geta valdið erfiðleikum í kynlífi. Danski kynlífsfræðingurinn Else Olesen gefur hér góð ráð og ábendingar um hvernig hægt er að draga úr áhrifum þessara einkenna á kynlífið.   Þú og maki þinn e…

GLÆRUR UM MS-LYF OG GÓÐ RÁÐ VIÐ EINKENNUM

MS-félagið var með fræðslufund á Akureyri 5. nóvember sl., m.a. um MS-lyf sem nú eru aðgengileg hér á landi, hvað er væntanlegt og hvað er verið að rannsaka. Ennfremur voru gefin góð ráð við einkennum sjúkdómsins.   &n…

MAMMA/PABBI ER MEÐ MS: ÚTSKÝRINGAR FYRIR BÖRNIN

  Ekki er einhlítt hvenær best er að segja börnum sínum frá því að foreldri þess sé með MS. Misjafnt er hvenær börn eru í stakk búin til að takast á við fregnina og ræður aldur þeirra og þroski miklu þar um, ásamt þv…

ÉG ER MEÐ MS

Ómetanlegt er að hafa einhvern sem maður getur deilt áhyggjum og hugleiðingum með án þess að það verði of íþyngjandi fyrir viðkomandi. Það léttir á spennu og álagi, byggir upp traust og eflir vináttu. Margir sem greinast með …

VEFSÍÐAN SPRENGUR.IS

Allt að 75% einstaklinga með MS, bæði  konur og karlar, eiga í einhverskonar vandræðum með tæmingu þvagblöðrunnar. Það er vegna þess að boð um nauðsyn tæmingar ná ekki eðlilega um mænu til og frá heila. Erfiðleik…

JAFNVÆGI Í UMÖNNUN

“Aðstoðin og umönnunin sem margir MS sjúklingar fá frá mökum sínum, öðrum fjölskyldumeðlimum og vinum, eru lykilatriði hvað varðar möguleika þeirra til að viðhalda lífsgæðum og sjálfstæði sínu í samfélaginu. En vinir og…

FRÆÐSLUFUNDUR UM BEINÞYNNINGU 14. APRÍL

Fólki með MS er hættara við að fá beinþynningu meðal annars vegna minni hreyfigetu og sterameðferða. Beinþynning er „þögull sjúkdómur“ sem veikir beinin og eykur hættuna á beinbrotum sem oft valda miklum verkjum og lan…

HJÁLPARTÆKI: MEIRI GETA OG AUKIÐ ÖRYGGI

  Einhverjum notendum hjálpartækja gæti þótt erfitt að horfast í augu við að þurfa að nota hjálpartæki en gott er að hafa í huga að hjálpartæki eru til þess að létta notendum lífið og gera þeim kleift að hafa ork…