Hugleiðingar um hamingjuna í skugga COVID-19 frá Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðingi MS-félagsins.
Breytingar á starfsemi félagsins vegna COVID-19
Afgreiðsla MS-félagsins verður lokuð á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 og munum við eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu.
Styrkur frá Velferðarráði Reykjavíkurborgar
Styrkir Velferðarráðs Reykjavíkurborgar til hagsmuna- og félagasamtaka til verkefna á sviði velferðarmála voru afhentir við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær, miðvikudaginn 4. mars. MS-félagið fékk þjónustusamning um ráðgjafaþjónustu til eins árs að upphæð kr. 1,2 milljónir.
Kórónaveiran (COVID-19): Leiðbeiningar frá sóttvarnalækni
Sóttvarnalæknir beinir því til félagasamtaka og félaga sjúklinga og/eða aðstandenda að koma eftirfarandi skilaboðum um smitvarnir vegna kórónaveiru (COVID-19) á framfæri til þeirra sem málið varðar:
Ein æfing á dag kemur skapinu í lag – Mars :-)
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
Lokað vegna veðurs 14. febrúar
Skrifstofan verður lokuð vegna veðurs föstudaginn 14. febrúar en hægt verður að hringja í síma 568 8620 eða senda tölvupóst á msfelag@msfelag.is.
Kórónavírusinn og MS
Frétt uppfærð 6.3.2020. Nýji kórónavírusinn (2019-nCoV) er öndunarfærasjúkdómur sem ekki hefur sést áður hjá mönnum. Þessi nýi stofn kórónavírussins fannst fyrst í Kína í desember 2019 og hefur síðan breiðst út til annarra heimshluta. Frétt uppfærð 6.3.32020
Ein æfing á dag kemur skapinu í lag – Nóvember
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
Hjálparhönd Íslandsbanka í MS-húsinu
Vikan hér á Sléttuveginum hefur einkennst af miklu annríki. Þessi tími ársins er einn sá annasamasti hjá okkur því eitt helsta fjáröflunarverkefnið okkar er sala á jólakortum og þeim þarf að pakka í söluumbúðir. Við nutum liðsinnis starfsfólks Íslandsbanka í vikunni.
Bólusetning gegn árlegri inflúensu og lungnabólgu
Einstaklingar með MS á ónæmisbælandi meðferð mega fá flensusprautuna, þar sem hún inniheldur bóluefni sem eru ekki lifandi. Margir sem tilheyra áhættuhópum velja jafnframt að fá bólusetningu gegn pneumókokkum, sem eru bakteríur sem valda m.a. lungnabólgum og fleiri alvarlegum sýkingum.
Rannsókn um svefnraskanir MS-greindra í Læknablaðinu
Fyrir tæpu ári síðan tóku 234 einstaklingar með MS þátt í rannsókn Aðalbjargar Albertsdóttur hjúkrunarfræðings, vegna lokaverkefnis hennar til meistaragráðu í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, að kanna algengi svefntruflana hjá fólki með MS.
Létt og handhæg rafskutla eða rafmagnshjólastóll með í ferðalagið
29.06.2019 Verður þú stundum þreytt/ur í fótum, jafnvel alveg við það að gefast upp, en langar til að sjá og gera svo miklu meira? Lestu þá um þessa léttu og handhægu rafskutlu og um tilboð á rafskutlu og rafmagnshjólastól sem eru í gangi núna. MS-félaginu barst ábending frá Brynju Margréti Kjærnested. Gefum henni orðið: „Ég varð að setja hér slóð …
Góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða í Básum (Þórsmörk)
06.06.2019 Ferðafélagið Útivist hefur unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir hreyfihamlaða í útivistarparadísinni, Básum á Goðalandi. Stórir og miklir pallar eru á milli skála, fláar víða, salerni með stoð og handföngum og rúmstæði á neðri hæð. Á Útivist þakkir skildar fyrir að huga að aðgengismálum í Básum og gefa þar með hreyfihömluðu fólki tækifæri til að upplifa með …
BSc rannsókn: Andleg líðan, heilsa og MS. Þátttakendur óskast!
Hanna Heiða Lárusdóttir er að ljúka við BSc gráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hennar, Andleg líðan, heilsa og MS, snýr að heilsu og líðan fólks með MS. Hún biðlar nú til MS-greindra um að svara stuttri könnun sem nálgast má á vefnum.
Niðurstöður vefkönnunar um meðferð og þjónustu – 3. hluti
Dagana 28. ágúst til 7. september sl. fór fram vefkönnun fræðsluteymis MS-félagsins. Þessi grein er sú þriðja sem greinir frá helstu niðurstöðum. Sú fjórða og síðasta er væntanleg síðar.
Ótrúlegur fréttaflutningur
Í frétt Kvennablaðsins / Sykur í gær, 9. janúar, er að finna ótrúlega villandi umfjöllun um möguleg áhrif MS-sjúkdómsins á leikkonuna Selmu Blair, sem undirstrikar mikilvægi þess, sem MS-félagið hefur haldið fram í ræðu og riti, að fólk treysti ekki öllu því sem það les á veraldarvefnum, sérstaklega þegar notuð eru stór orð.
Könnun á svefngæðum fólks með MS á Íslandi
Samkvæmt erlendum rannsóknum eru svefntruflanir hjá fólki með MS algengar, vangreindar og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir líf og heilsu fólks. Nú er að fara af stað könnun á svefngæðum fólks með MS á Íslandi.
Niðurstöður vefkönnunar um meðferð og þjónustu – 2. hluti
Dagana 28. ágúst til 7. september fór fram vefkönnun um ýmislegt er tengist meðferð og þjónustu við fólk með MS. Hér er sagt frá niðurstöðum og vangaveltum um notkun hjálpartækja.
Hljóð- og myndbandsupptökur frá MS-ráðstefnunni eru nú aðgengilegar
Hljóð- og myndbandsupptökur frá ráðstefnunni – MS-sjúkdómurinn – staða og horfur, sem haldin var í tilefni 50 ára afmæli félagsins, eru nú aðgengilegar.
Frábærlega vel heppnuð MS-ráðstefna að baki
MS-félagið fagnaði 50 ára afmæli 20. september og bauð af því tilefni til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni. Ráðstefnan bar yfirskriftina – MS-sjúkdómurinn – staða og horfur.
Niðurstöður vefkönnunar um meðferð og þjónustu – 1. hluti
Dagana 28. ágúst til 7. september fór fram vefkönnun fræðsluteymis MS-félagsins. Þessi grein er sú fyrsta sem greinir frá helstu niðurstöðum. Fleiri eru væntanlegar síðar.
Hjálparhönd Íslandsbanka lætur til sín taka
Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka mættu gallvösk í MS-húsið undir lok ágúst sl. til að fegra umhverfi MS-hússins með því að reyta arfa og illgresi, skera kanta og vinna aðra garðvinnu.
Könnun um meðferð og þjónustu
Fræðslunefnd MS-félagsins biður MS-greinda um að fylla út örstutta könnun sem tekur jafnvel ekki nema mínútu að svara. Þátttaka þín er mjög mikilvæg !
Útivistarparadísin KRIKI VIÐ ELLIÐAVATN
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, er eigandi að útivistarparadísinni Krika við Elliðavatn. Þar er öll aðstaða sniðin að þörfum fatlaðra og hreyfihamlaða svo þeir fái stundað útiveru og veiði í vatninu.
Ertu að skipuleggja ferðalag?
Það er skemmtilegt að skipuleggja ferðalög og að mörgu að hyggja. Þegar maður fer í ferðlag er tilhlökkunin jafnan mikil og allt á að ganga snurðulaust fyrir sig. Það gerir það líka í flestum tilvikum.
Góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða í Básum (Þórsmörk)
Ferðafélagið Útivist hefur unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir hreyfihamlaða í útivistarparadísinni, Básum á Goðalandi. Stórir og miklir pallar eru á milli skála, fláar víða, salerni með stoð og handföngum og rúmstæði á neðri hæð.
Bólusetning gegn lungnabólgu ráðlögð
Bólusetning gegn lungnabólgu (bólusetning gegn pneumókokkum) er ráðlögð fólki með m.a. ónæmisbælandi sjúkdóma, sem MS er, og þeim sem taka ónæmisbælandi lyf.
Barneignir og MS: Viðtal við Guðrúnu Erlu og Jóhannes á RÚV
MS er einn algengasti taugasjúkdómur sem leggst á ungt fólk og greinast flestir á aldrinum 20-40 ára, á því aldursbili þegar margir geta hugsað sér að stofna fjölskyldu.
Segðu það fyrr en síðar!
Það er alveg eðlilegt að hjartsláttur þinn aukist og þú stressist upp þegar þú ákveður að segja aðilanum sem þú ert að hitta frá því að þú hafir MS. Verður þér hafnað og sagt upp eða skipta fréttirnar viðkomandi engu máli?
Niðurstaða könnunar um greiningarferli
Vikuna 4.-11. september fór fram vefkönnun fræðslunefndar MS-félagsins um vegferð MS-greindra um heilbrigðiskerfið fyrir greiningu.
Könnun um greiningarferli
MS-félagið biður MS-greinda um að fylla út örstutta könnun um vegferð þeirra um heilbrigðiskerfið fyrir greiningu.
Fríða Rún, íþróttanæringarfræðingur, gefur hlaupurum góð ráð
Á PEPPI MS-félagsins fyrir hlaupara sína í MS-húsinu sl. þriðjudag var meðal annars boðið upp á fyrirlestur Fríðu Rúnar Þórðardóttur, íþróttanæringarfræðings með meiru, um lokaundirbúning fyrir maraþonið.
Útvarpsviðtal við Elías Ólafsson, yfirlækni á taugalækningadeild LSH
Elías Ólafsson, yfirlæknir á taugalækningadeild LSH, var í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem hann var spurður um aðgengi MS-greindra að taugalæknum.
Þjálfun á hestbaki – reiðnámskeið
Fimmtudaginn 23. mars byrjar 7 vikna reiðnámskeið, þ.e. þjálfun á hestbaki. Fyrir utan góðan félagsskap við hesta og menn, þá hjálpa hreyfingar hestsins til við að efla jafnvægi og styrkja bak- og lærvöðva. Þátttakendur sem v…
JOHN E.G. BENEDIKZ, TAUGALÆKNIR, LÁTINN
John E.G. Benedikz, mikilhæfur taugalæknir og sérfræðingur í MS-sjúkdómnum, lést 24. desember sl., 82. ára að aldri. John átti þátt í stofnun MS-heimilisins, nú MS-Setursins, árið 1985 og starfaði þar í mörg ár. Hann v…
Á FERÐ INNANLANDS OG ERLENDIS
Það er gaman að skipuleggja ferðalög og að mörgu að hyggja. Á vefsíðu MS-félagsins hér er að finna gagnlegar slóðir sem geta auðveldað skipulagninguna. Við bendum m.a. á frábæra vefsíðu Sjálfsbjargar um ferðalög innanl…
HJÁLPARTÆKI: MEIRI GETA OG AUKIÐ ÖRYGGI
Einhverjum notendum hjálpartækja gæti þótt erfitt að horfast í augu við að þurfa að nota hjálpartæki en gott er að hafa í huga að hjálpartæki eru til þess að létta notendum lífið og gera þeim kleift að hafa ork…