MS-salurinn til leigu

Athugið að á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 er salur félagsins ekki í útleigu.

MS-félagið er með einstaklega góðan sal til leigu að Sléttuvegi 5 sem tekur 60-70 manns í sæti. Salurinn er leigður út fyrir hvers kyns mannfagnaði; veislur, fyrirlestra og fundi, um helgar og eftir kl. 17 virka daga. Viðburði þarf að vera lokið fyrir kl. 22 og vínveitingar eru ekki leyfðar á staðnum.

Salurinn

Mjög gott aðgengi er að salnum og er hann búinn skjávarpa, píanó og borðbúnaði. Hægt er að leigja hljóðkerfi af félaginu.

Leiguverð á salnum er 40.000 kr.
Undirbúningur undir veislu kvöldið áður: 10.000 kr.
Umsjónarmaður sem fylgir salnum: 4.000 kr. á tímann.
Óafturkræft pöntunargjald sem gengur upp í leiguverð: 20.000 kr.

Nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 568 8620.

Salurinn