MS-félagið hefur til sölu minningarkort, sem við sendum fyrir þína hönd, þar sem þú styrkir félagið í nafni hins látna/hinnar látnu.
Minningarkortin má panta hér á síðunni, á skrifstofu MS-félagsins að Sléttuvegi 5, sem er opin daglega á milli kl. 10 og 15 (lokað á föstudögum í júlí og ágúst), í gegnum síma 568 8620 eða með tölvupósti á msfelag@msfelag.is.
Fram þarf að koma nafn hins látna/hinnar látnu, hverjum minningarkortið er ætlað og frá hverjum það er. Einnig þurfa að koma fram upplýsingar um nafn og heimilisfang þess sem senda á kortið til og greiðsluupplýsingar sendanda og símanúmer.
Kortin eru að jafnaði póstlögð samdægurs eða daginn eftir.
Hægt er að greiða með greiðslukorti, millifærslu eða fá sendan gíróseðil.
Einnig er hægt að kaupa óútfyllt minningarkort á skrifstofu.
Mikill hægðarauki er að því gefa upp símanúmer MS-félagsins, 568-8620, í andlátstilkynningu, sé vilji til þess að vísa til MS-félagsins.
Minningarkort MS-félags Íslands eru látlaus, falleg og smekkleg en þau prýðir myndin ,,Byr undir báðum” eftir Eddu Heiðrúnu Backman.
Ytri hlið minningarkorts
Innri hlið minningarkorts