Myndir frá jólaballinu – takk fyrir komuna kæru gestir

Að venju stóð MS-félagið fyrir jólaballi í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Margmenni mætti – yfir 100 börn, foreldrar þeirra, afar og ömmur …… og ekki síst tveir jólasveinar, þeir bræður Giljagaur og Kertasníkir.

Gunnar úr Fjörkörlunum sá um að spila jólalögin á hljómborðið og hélt uppi miklu stuði. Happdrættið gerði mikla lukku en ekki síst jólanammipokarnir sem jólasveinarnir gáfu öllum prúðum börnum.

Allir gerðu sér veitingarnar að góðu sem stjórnarkonurnar Ólína og Linda sáu um að ekki skorti.

Ingdís, framkvæmdastjórinn okkar, hafði veg og vanda af jólaballinu og tók myndirnar sem sjá má hér.

 

 

 BB