ÖBI: Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur – opið fyrir umsóknir

Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og ÖBÍ auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.

Styrkir eru veittir til:

  • öryrkja vegna hagnýts náms, bóklegs eða verklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum.
  • einstaklinga sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun.

Rafrænt umsóknareyðublað

Einnig er hægt að nálgast eyðublöð á skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands, Sigtúni 42, Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 24. maí nk.
Upplýsingar um styrkúthlutun liggja fyrir eigi síðar en 10. júní. Allar nánari upplýsingar gefa Kristín Margrét Bjarnadóttir, kristin@obi.is eða starfsmenn í móttöku hjá ÖBÍ í síma 530 6700.