1. MAÍ-GANGA ÖBÍ. MÆTUM ÖLL !!

Fimmtudaginn 1. maí stendur ÖBÍ fyrir 1. maí-göngu niður Laugaveginn. Gangan ber yfirskriftina “Burt með fordóma” og setur þar með baráttuna um fordómalaust samfélag – betra samfélag fyrir alla, á oddinn.

Gönguhópur ÖBÍ verður litríkur þetta árið en ÖBÍ gefur öllu göngufólki „buff“ sem er skreytt er í stíl við myndina hér til hliðar. 

MS-félagið hvetur félagsmenn sína og fjölskyldu þeirra til þátttöku því sameinuð erum við sterkari í baráttunni um fordómalaust samfélag.

 

Dagskrá:

Hvar byrjar gangan: Á planinu við Arionbanka við Hlemm. 

Hverjir mæta: Allir sem vilja fordómalaust og betra samfélag. 

Klukkan hvað byrjar gangan: Mæting kl. 13 en gangan hefst kl. 13:30. 

Hvert verður gengið: Niður Laugaveginn, út Bankastrætið, Austurstrætið og að Ingólfstorgi, þar sem formleg dagskrá hefst kl. 14:10. 

Er hægt að fara styttri leið: Þeir sem vilja stytta sér leið geta hist við klukkuna á Lækjartorgi og slegist í hópinn þegar hann nálgast. 

 

Öllu göngufólki verður gefið „buff“ (efnisstrokkur til að hafa á höfði eða um háls) sem verður með áletrun og marglitum táknmyndum. Táknmyndirnar vísa til fjölbreytileika samfélagsins og minnir á að fólk er allskonar. Áletrunin á buffinu segir „Burt með fordóma“ og „Betra samfélag“. 

Verið er að nýta þá jákvæðu tóna sem eru í Eurovisionlagi Pollapönkaranna þar sem í textanum segir; „Burt með fordóma“. 

Með því að uppræta fordóma í samfélaginu fæst betri skilningur og stuðningur við baráttumál fatlaðra. Fordómalaust samfélag er samfélag mannréttinda og velferðar þar sem fólk nýtur skilnings og stuðnings á alla vegu.

 

 

BB