10 hamingjuráð úr smiðju jákvæðrar sálfræði

Miðvikudaginn 23. október kl. 20:00 bjóðum við upp á fyrirlesturinn 10 hamingjuráð úr smiðju jákvæðrar sálfræði með Ásdísi Olsen hjá Hamingjuhúsinu í húsnæði MS félagsins að Sléttuvegi 5.

Skemmtilegur og umbreytandi fyrirlestur sem vekur hlátur og eflir fólk til dáða.

Áhersla á hrífandi upplifanir og hagnýt verkfæri til að efla jákvætt hugarfar, vellíðan og árangur í lífi og starfi.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Léttar veitingar verða í boði.