500 krónur af söluverði hvers selds hljómdisks rennur til MS-félagsins.

 

500 krónur af söluverði hvers selds hljómdisks rennur til MS-félagsins.

South River Band – Allar stúlkurnar

 

tónsprotinn.is

Fundur sem haldin var 15.nóv.2007

 

Á fundinum var greint frá tildrögum og tilgangi Tónsprotans og hinni nýju vefverslun með hljómdiska, www.tonsprotinn.is. Samningar við tónlistarmenn og góðgerðarsamtök voru undirritaðir með formlegum hætti og boðið var upp á nokkur stutt tónlistaratriði þar sem m.a. South River Band og Duo Nor tóku  lagið. Að lokum var vefverslunin opnuð með formlegum hætti og fyrsti diskurinn keyptur á Tónsprotanum.is

 

Tónsprotinn er vefverslun sem tekur að sér að selja hljómdiska með vandaðri tónlist. 500 krónur af söluverði hvers selds hljómdisks renna til að styrkja félagasamtök í góðgerðastarfsemi sem sinna tilteknu málefni. Tónlistarmennirnir velja sjálfir þau félagasamtök sem þeir vilja styrkja.

 

South River Band völdu MS-félag Íslands og af hverjum seldum diski hjá þeim rennur 500 krónur af söluverði til MS-félagsins.

 

Fyrir hönd Tónsprotans ehf

Helgi Þór Ingason formaður stjórnar

Ólafur Þórðarson framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Grétar Ingi Grétarsson stjórnarmaður