Aðalfundur MS-félags Íslands

 

Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

 

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Önnur mál

 

Félagsmenn eru hvattir til að gefa kost á sér í stjórn og nefndir félagsins og skal tilkynna um framboð til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Í kjöri er formannsembætti félagsins, tveir í aðalstjórn og einn varamaður.

 

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem skráðir eru í félagið eigi síðar en viku fyrir fundinn.

Sjá lög félagsins hér og stjórn og nefndir hér.

 

Stjórn MS-félags Íslands