AÐALFUNDUR MS-FÉLAGS ÍSLANDS 9. MAÍ

 

FUNDARBOÐ

Aðalfundur MS-félags Íslands

 

Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn laugardaginn 9. maí 2015 kl. 13 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 12:30.

 

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf

Önnur mál

 

Lagabreyting. Tillaga að breytingu á 6. gr. er varðar kjör fulltrúa á aðalfund ÖBÍ.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.msfelag.is.

Vinsamlega athugið að framboð til stjórnar og nefnda skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund og jafnframt að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir fundinn.

 

Kaffi og veitingar í boði félagsins.

 

Virðingarfyllst,

Stjórn MS-félags Íslands

 

 

Tillaga að lagabreytingu

 

Er:

 

6. grein

Á aðalfundi skulu þessi mál tekin til meðferðar:

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara. 
b) Skýrsla stjórnar. 
c) Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram. 
d) Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum. 
e) Upphæð árgjalds ákveðin. 
f) Lagabreytingar. 
g) Kosning stjórnar, fyrsta og annars varastjórnarmanns. 
h) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og skal annar þeirra vera löggiltur 
endurskoðandi. 
i) Kosning þriggja fulltrúa í fulltrúaráð ÖBÍ til tveggja ára, þar af einn í aðalstjórn ÖBÍ 
og einn til vara. 
j) Kosning nefnda. 
k) Önnur mál. 

 

Tillaga:

 

6. grein

Á aðalfundi skulu þessi mál tekin til meðferðar:

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara. 
b) Skýrsla stjórnar. 
c) Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram. 
d) Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum. 
e) Upphæð árgjalds ákveðin. 
f) Lagabreytingar. 
g) Kosning stjórnar, fyrsta og annars varastjórnarmanns. 
h) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og skal annar þeirra vera löggiltur 
endurskoðandi. 
i) Kosning aðalfundarfulltrúa og varamanna á aðalfund ÖBI skv. lögum ÖBÍ.
j) Kosning nefnda. 
k) Önnur mál. 

 

Ástæða breytingar:

„Á  aðalfundi Öryrkjabandalagsins sem lauk 13. nóvember síðastliðin voru samþykkt ný heildarlög bandalagsins og marka þau tímamót í 53 ára gömlu starfi bandalagsins. Lögin kalla á nýtt innra skipulag.

Það sem áður hét aðalstjórn og hafði einn fulltrúa hvers félags innanborðs eða 37 stjórnarmenn verður nú stjórn með 19 stjórnarmönnum.  Stjórn fer með æðsta vald bandalagsins á milli aðalfunda. Þá verður framkvæmdaráð skipað formanni, varaformanni, gjaldkera og tveimur öðrum aðalmönnum úr stjórn og tveimur varamönnum. Framkvæmdaráð afgreiðir mál milli stjórnarfunda og leggur meiri háttar mál í hendur stjórnar. Þá getur stjórn einnig vísað málum til framkvæmdaráðs til frekari útfærslu og afgreiðslu.“

 

Sjá frétt ÖBÍ hér

 

Sjá lög ÖBÍ hér

 

 

Fundarboðun

Í 5. gr. laga MS-félagsins segir: „Aðalfundur er löglegur sé til hans boðað bréflega og/eða með auglýsingu í dagblöðum með í það minnsta tveggja vikna fyrirvara og skal dagskrá aðalfundar tilgreind í fundarboði.“

Boðað var til aðalfundarins í Fréttablaðinu laugardaginn 25. apríl, bls. 8

 

Sjá fundarboð hér

 

 

 

BB