Aðalfundur MS-félagsins á morgun

Aðalfundur MS-félags Íslands fer fram á morgun, miðvikudaginn 16. maí kl. 17:00, í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5.
Kosningarétt á aðalfundi hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald til félagsins fyrir árið 2018.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Önnur mál

Í framboði til embættis tveggja meðstjórnanda til tveggja ára eru:

Ósk Laufey Óttarsdóttir

Ingveldur Jónsdóttir

Berglind Björgúlfsdóttir

Í framboði til embættis eins varamanns til tveggja ára eru:

Lára Björk Bender

Arna Beck

Áhugasamir eru hvattir til að gefa kost á sér í nefndir félagsins, sem kynntar verða á fundinum. 

Við hvetjum félagsmenn okkar til að mæta!