ÆTLA EKKI ALLIR AÐ HVETJA HLAUPARA OKKAR? GJAFIR TIL HLAUPARA OG STUÐNINGSMANNA

Jæja, kæru stuðningsmenn hlaupara okkar – eigum við ekki að standa saman og safnast öll saman á eina hvatningastöð og hvetja hlaupara okkar áfram?

Það væri frábært ef hópur stuðningsmanna stæði saman á Eiðsgranda við Grandaveg undir fána félagsins og sýndi þannig hlaupurum að við metum framlag þeirra. Á kortinu hér má sjá væntanlega hvatningastöð MS-félagsins rétt austan við (hægra megin á myndinni) númerið 40 á Eiðisgrandanum þar sem drykkjarstopp og salernisaðstaða er staðsett.  Allir hlauparar sem hlaupa yfir 10 km munu hlaupa þar hjá og er áætlað að hægt verði að sjá undir iljarnar á þeim fyrstu upp úr klukkan 9 og að þeir seinustu muni renna hjá um klukkan 11:30.

Það væri einnig gaman að taka á móti hlaupurum okkar þegar þeir koma í mark á tímabilinu 9 – 14:40.

 

Hringið endilega í Ingdísi í síma 568 8620 eða sendið tölvupóst á msfelag@msfelag.is ef þið viljið taka þátt þannig að hægt sé að samræma aðgerðir. Nú í ár eru veitt verðlaun fyrir skemmtilegasta og frumlegasta hvatningarliðið J

 

 

Gjafir til hlaupara og stuðningsmanna

MS-félagið verður með borð í Laugardalshöllinni nk. fimmtudag og föstudag frá kl. 14 – 19. Við hvetjum hlaupara okkar og stuðningsmenn til að koma við og fá fallegt buff og armband félagsins að gjöf ásamt nýútgefnu kynningarkorti félagsins.

 

 

Gagnlegar upplýsingar fyrir fatlað fólk

Hér má sjá gagnlegar upplýsingar um staðsetningu salernisaðstöðu fyrir fatlað fólk, P-merkt bílastæði og akstursþjónustu.

 

 

Staða söfnunar

Nú þegar hafa 1.236.000 kr. safnast sem er álíka fjárhæð og safnaðist í fyrra. Frábær árangur J Sjá stöðu söfnunar og hvað hver og einn hlaupari hefur safnað hér.

 

 

 

MS-félagið er stolt af hlaupurum sínum og þakklátt fyrir allan stuðninginn.