AFMÆLIS- OG STYRKTARTÓNLEIKAR

Í tilefni fimmtugsafmælis síns býður Sigurjóna Sverrisdóttir til tónleika í Bústaðakirkju laugardaginn 11. apríl kl. 16:00.
Fram koma: Kristján Jóhannsson, Diddú, Gissur Páll Gissurarson, Hlöðver Sigurðsson, Þórunn Marinósdóttir og Valdimar Hilmarsson.

Sigurjóna afþakkar vinsamlegast blóm og gjafir, en vill þess í stað að fólk hugi að því hvað mestu skiptir í lifinu og biður gesti að styrkja MS-félag Íslands og MND-félagið.

Sigurjóna býður félögum í MS-félaginu einnig að koma og njóta sér að kostnaðarlausu.

MS-félag Íslands þakkar Sigurjónu kærlega fyrir þennan hlýhug og rausnarlegt boð.Til upplýsingar fyrir þá sem vilja styrkja félagið fylgir hér reikningsnúmer og kennitala félagsins:

Reikn. nr.:  0115-26-102713.
Kennitala:  520279-0169