ÁFRAM KEMST ÉG: Sjálfseflingarnámskeið fyrir ungt fólk

Nú á þriðjudaginn kemur, 4. október kl. 17:30, hefst nýtt sjálfseflingarnámskeið fyrir ungt fólk yngri en 30 ára, sem ber yfirskriftina ÁFRAM KEMST ÉG.

Umsjón með námskeiðinu hefur Sigríður Anna Einarsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi.  

Á námskeiðinu verður á jákvæðan hátt lögð áhersla á sjálfseflingu ásamt því sem þátttakendur fræðast um sjúkdóminn og fá góð ráð.

Birna Ásbjörnsdóttir mun fjalla um mikilvægi þarmaflórunnar en jafnvægi hennar hefur mikið að segja um andlega og líkamlega vellíðan okkar.

 

 

Tími:

·        Þriðjudagurinn 4. okt. kl. 17:30-20:00

·        Fimmtudagurinn 6. okt. kl. 17:30-20:00

·        Laugardagurinn 8. okt. kl. 9:30-14:00

·        Þriðjudagurinn 11. okt. kl. 17:30- 20:00

·        Þriðjudagurinn 18. okt. kl. 17:30-20:00

·        Föstudagurinn 21. okt. kl. 13:00-17:00

 

Staður: MS-húsið, Sléttuvegur 5, 103 Reykjavík.

Verð: 5.000 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk.

Lýsing: Námskeiðið er fyrir ungt MS-fólk með tiltölulega nýja greiningu (6 mán. til 3 ár) og byggist á sjálfseflingu, fræðslu og umræðum. Markmiðið með námskeiðinu er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum með sjúkdóminn og fái stuðning. Á dagskrá verða umræður um tilfinningaleg viðbrögð við sjúkdómsgreiningunni og áhrif MS á daglegt líf. Kynntar eru leiðir til að aðlagast betur og efla styrk þátttakenda.

Þátttakendur eru 6-8.

Hægt er að stofna sjálfshjálparhóp í lok námskeiðs ef vilji er fyrir því meðal þátttakenda.

Umsjón: Sigríður Anna Einarsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi.

Fleira fagfólk kemur einnig að námskeiðinu.

 

 

BB