ÁSKORUN FRÁ MSIF

Alþjóðadagur MS, sem skipulagður er af MSIF (alþjóðasamtökum MS-félaga), verður haldinn miðvikudaginn 28. maí næstkomandi. Að venju verður haldin hátíð á Sléttuveginum í tengslum við daginn. Í fyrra var áherslan á unga fólkið en nú er áherslan á AÐGENGI. Undirbúningur fyrir Alþjóðadaginn er þegar hafinn og óskar MSIF eftir því að fólk um allan heim, með eða án MS, sendi inn til MSIF hugleiðingar sínar um fullkomið líf án hafta.

 

Yfirskrift átaksins er „ONE DAY“. Beðið erum að að fólk velti fyrir sér hvaða hindranir eru vegi fyrir því að það fái óskir sínar uppfylltar um óheft aðgengi að samfélaginu, til dæmis lyfjum, ferðaþjónustu og tómstundum og hvernig hin fullkomna framtíð án hafta lítur út.

 

MSIF er að leita að 21 aðila hvaðanæva að úr heiminum, helst sem víðast, sem eru til í að deila hugsunum sínum með öðrum; í texta, með myndum eða myndbandi, með því að heimila birtingu efnisins á vefsíðu MSIF í aðdraganda Alþjóðadagsins.

 

Meðfylgjandi er áskorun MSIF á ensku. Hafi einhver áhuga er viðkomandi velkomið að senda okkur tölvupóst á msfelag@msfelag.is eða hringja í síma 568 8620 á milli kl. 10 og 15. Við getum aðstoðað við þýðingu ef á þarf að halda.

 

BB