Basar MS-Setursins

13.11.2018 Ingibjörg Ólafsdóttir

Laugardaginn 17. nóvember verður opið hús og Basar í MS Setrinu, Sléttuvegi 5, 103 Reykjavík. Þar verða boðnir til sölu fallegir munir sem unnir eru á vinnustofunni. Meðal þeirra muna sem verða seldir eru keramik, prjónavörur, glermunir, kerti, skart, viðarvörur og grjóna-hitapokar, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess verður boðið upp á heitt súkkulaði og rjómavöfflu á vægu verði. Húsið er opið milli klukkan 13-16.