BASAR / OPIÐ HÚS MS SETURSINS Á MORGUN

Á morgun, laugardaginn 19. nóvember kl. 13-16, verður basar/opið hús MS Setursins í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.

Til sölu verða vörur sem unnar hafa verið á vinnustofu MS Setursins. Einnig er hægt að kaupa heitt súkkulaði og vöfflu á vægu verði. Allur ágóði rennur til félagsstarfsins.

MS-félagið verður einnig með borð þar sem hægt verður að kaupa hið dásamlega fallega jólakort með mynd Eddu Heiðrúnar af þremur rjúpum, Trú, von og kærleikur.

Hægt er að fá kortin með og án texta.

Einnig verður hægt að fá lítil tækifæriskort með öllum fjórum myndum Eddu Heiðrúnar og mynd Eggerts Péturssonar sem prýtt hafa kort félagsins undanfarin ár.