BASAR: OPIÐ HÚS MS SETURSINS

Laugardaginn 21. nóvember verður opið hús í MS Setrinu að Sléttuvegi 5 frá kl. 13 – 16.

Til sölu verða fallegir munir sem unnir eru í dagvistinni.

Einnig er hægt að kaupa súkkulaði og rjómavöfflur á vægu verði.

Sjá nánar á fésbókarsíðunni hér.

Allur ágóði rennur til Vinnustofunnar.

 

Hægt verður að kaupa jólakort og jólaskraut MS-félagsins.

 

 

Við hvetjum alla til að mæta til að sjá alla þá ótrúlega fallega muni sem í boði eru og upplifa stemminguna.

 

 

Hér eru myndir sem sýna aðeins hluta af því sem verður til sölu: