Best er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir greiningu

Rannsóknir benda til þess að MS-greindir með sjúkdómsmyndina MS í köstum (RRMS), sem fá MS-lyf fljótlega eftir greiningu, þróa síður með sér sjúkdómsmyndina síðkomna versnun (SPMS) borið saman við þá sem fá ekki lyf eða þá sem fara ekki strax á lyfjameðferð eftir greiningu.

 

Hvað er MS í köstum (RRMS)?

Um 85% MS-sjúklinga upplifa tímabundna versnun með bata í kjölfarið, svo kallað MS í köstum. Flestir greinast með þessa gerð sjúkdómsins. Ný einkenni koma þá fram eða viðvarandi einkenni versna. Eftir köstin verður fullur bati eða að einhver einkenni sitja eftir, sem þó eru þannig að hægt er að segja að líðan og ástand sé nokkuð stöðugt á milli kasta.
 
Sjúkdómsgerðin er mjög ófyrirséð. Sé sjúkdómsvirkni mikil geta komið nokkur köst á ári en það þekkist líka að mörg ár líði á milli kasta.
 
Margs konar lyf eru til sem koma í veg fyrir köst, fækka þeim eða stytta tímann sem þau standa yfir, jafnvel að þau haldi sjúkdómnum alveg í skefjum. 

 

Hvað er síðkomin versnun (SPMS)?

Síðkomin versnun byrjar með köstum en breytist síðan yfir í óreglulega framrás með versnun einkenna þar sem stöku kast og minniháttar bati getur átt sér stað. Síðan versnar einstaklingnum smám saman án greinilegra kasta. Það yfirgangstímabil tekur mislangan tíma. Hjá sumum versnar sjúkdómurinn með hægum stíganda á meðan öðrum versnar hraðar.
 
Lyf við þessari gerð sjúkdómsins eru ekki enn komin á markað. Hægt er að meðhöndla einstaklinginn með MS-lyfjum á meðan hann fær köst.
 
Áður en kröftug lyf við MS í köstum voru almennt notuð var talið að um helmingur þeirra sem fengu MS í köstum þróuðu síðar með sér síðkomna versnun.

 

Það eru engin einföld próf til að ákvarða hvort einhver hafi þróað með sér síðkomna versnun. Það hefur því verið erfitt að meta hvort MS-lyf, sem notuð eru við MS í köstum, dragi úr hættu eða tefji fyrir hugsanlegum framgangi síðkominnar versnunar.

 

Rannsóknin

Í rannsókn sem birt var í JAMA Network 19. janúar sl., var notuð nýlega staðfest skilgreining á síðkominni versnun til að bera saman hugsanlegan ávinning fyrir fólk sem notar mismunandi MS-lyf eða er ekki á meðferð.

Gögn voru fengin úr sjúkraskrám 1.555 einstaklinga með MS í köstum frá þremur mismunandi aðilum;

 • ómeðhöndlaðir einstaklingar, upplýsingar frá University Hospital of Wales
 • einstaklingar á lyfjameðferð, upplýsingar úr MSBase-gagnagrunninum sem safnar upplýsingum frá heilsugæslustöðvum um allan heim
 • einstaklingar á MS-lyfinu Lemtrada (ekki gefið hér á landi) þegar lyfið var í rannsóknarferli, þ.e. áður en það fékk almennt markaðsleyfi.

Einstaklingunum var fylgt eftir í a.m.k 4 ár.

 

Hvað fannst?

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að MS-lyf lækka verulega hlutfall þeirra einstaklinga sem þróa með sér síðkomna versnun:

 • Upphafsmeðferð með Copaxone eða beta-interferón-lyfjum minnkar hættu á þróun síðkominnar versnunar borið saman við enga meðferð.
 • Upphafsmeðferð með kröftugum lyfjum eins og Gilenya, Lemtrada eða Tysabri tengist minni hættu á að fá síðkomna versnun borið saman við upphafsmeðferð með Copaxone eða beta-interferón-lyfjum.
 • Hættan á síðkominni versnun var minni ef meðferð með Copaxone eða beta interferon hófst innan 5 ára frá MS-greiningu.
 • Að skipta frá meðferð með Copaxone eða beta-interferón-lyfjum til kröftugri lyfja eins og Gilenya, Lemtrada eða Tysabri innan 5 ára frá greiningu, samanborið við eftir 5 ár frá greiningu, minnkar einnig áhættuna á síðkominni versnun.

 

Hvað þýða niðurstöðurnar?

Niðurstöðurnar benda til þess að meðferð með kröftugum lyfjum eins og Gilenya, Tysabri eða Lemtrada sem fyrst eftir greiningu, sé árangursríkust í því að draga úr hættu á að fá síðkomna versnun MS.

Meðferð getur þó ekki alveg komið í veg fyrir mögulega fötlun af völdum sjúkdómsins.

 

 

Þýðing: Association of Initial Disease-Modifying Therapy With Later Conversion to Secondary Progressive Multiple Sclerosis, hér

 

Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Frekari fróðleikur:

Sjúkdómsgerðir MS

Skilgreining á síðkominni versnun

MS-lyf á Íslandi

MS-lyfið Lemtrada

Einkenni MS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Best er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir greiningu

 

Rannsóknir benda til þess að MS-greindir með sjúkdómsmyndina MS í köstum (RRMS), sem fá MS-lyf fljótlega eftir greiningu, þróa síður með sér sjúkdómsmyndina síðkomna versnun (SPMS) borið saman við þá sem fá ekki lyf eða þá sem fara ekki strax á lyfjameðferð.

 

Síðkomin versnun byrjar með köstum (einkenni koma fram en ganga síðan til baka að hluta eða öllu leyti) en breytist síðan yfir í óreglulega framrás með versnun einkenna þar sem stöku kast og minniháttar bati getur átt sér stað. Síðan versnar einstaklingnum smám saman án greinilegra kasta. Það yfirgangstímabil tekur mislangan tíma. Hjá sumum versnar sjúkdómurinn með hægum stíganda á meðan öðrum versnar hraðar.

Lyf við þessari gerð sjúkdómsins eru ekki enn komin á markað. Hægt er að meðhöndla einstaklinginn með MS-lyfjum á meðan hann fær köst.

Áður en kröftug lyf við MS í köstum voru almennt notuð var talið að um helmingur þeirra sem fengu MS í köstum þróuðu síðar með sér sjúkdómsmyndina síðkomna versnun.

 

Það eru engin einföld próf til að ákvarða hvort einhver hafi þróað með sér síðkomna versnun svo það hefur verið erfitt að meta hvort MS-lyf, sem notuð eru við MS í köstum, dragi úr hættu eða tefji fyrir hugsanlegum framgangi síðkominnar versnunar.

Í rannsókn sem birt var í JAMA Network 19. janúar sl., var notuð nýlega staðfest skilgreining á síðkominni versnun til að bera saman hugsanlegan ávinning fyrir fólk sem notar mismunandi MS-lyf eða er ekki á meðferð.

 

Rannsóknin

Gögn voru fengin úr sjúkraskrám 1.555 einstaklinga með MS í köstum frá þremur mismunandi aðilum;

 • ómeðhöndlaðir einstaklingar, upplýsingar frá University Hospital of Wales
 • einstaklingar sem eru á lyfjameðferð, upplýsingar úr MSBase-gagnagrunninum sem safnar upplýsingum frá heilsugæslustöðvum um allan heim
 • einstaklingar á MS-lyfinu Lemtrada (ekki gefið hér á landi) þegar lyfið var í rannsóknarferli, þ.e. áður en það fékk almennt markaðsleyfi.

Einstaklingunum var fylgt eftir í a.m.k 4 ár.

 

Hvað fannst?

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að MS-lyf lækka verulega hlutfall þeirra einstaklinga sem þróa með sér síðkomna versnun:

 • Upphafsmeðferð með Copaxone eða beta-interferón-lyfjum minnkar hættu á þróun síðkominnar versnunar borið saman við enga meðferð.
 • Upphafsmeðferð með kröftugum lyfjum eins og Gilenya, Lemtrada eða Tysabri tengist minni hættu á að fá síðkomna versnun borið saman við upphafsmeðferð með Copaxone eða beta-interferón-lyfjum.
 • Hættan á síðkominni versnun var minni ef meðferð með Copaxone eða beta interferon hófst innan 5 ára frá MS-greiningu.
 • Að skipta frá meðferð með Copaxone eða beta-interferón-lyfjum til kröftugri lyfja eins og Gilenya, Lemtrada eða Tysabri innan 5 ára frá greiningu, samanborið við eftir 5 ár frá greiningu, minnkar einnig áhættuna á síðkominni versnun.

 

Hvað þýða niðurstöðurnar?

Niðurstöðurnar benda til þess að meðferð með kröftugum lyfjum eins og Gilenya, Tysabri eða Lemtrada sem fyrst eftir greiningu, sé árangursríkust í því að draga úr hættu á að fá síðkomna versnun MS.

Meðferð getur þó ekki alveg komið í veg fyrir mögulega fötlun af völdum sjúkdómsins.

 

 

Þýðing:

 

Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Frekari fróðleikur:

Sjúkdómsmyndir MS

MS-lyf á Íslandi

MS-lyfið Lemtrada

Einkenni MS