BÍÓ Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ – POPP OG KÓK

Miðvikudaginn 15. október kl. 20 verður kvikmyndin „When I Walk“ sýnd í MS-húsinu.  

Myndin hefur vakið athygli MS-fólks úti í hinum stóra heimi en leikstjóri hennar er ungur kvikmyndagerðarmaður sem er með MS.

Myndin fjallar um hvernig hann tókst á við greininguna og sjúkdóminn , leit hans að lækningu og sínum innri manni.

Myndin er á ensku með enskum texta en áður en myndasýningin hefst mun Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður MS-félagsins, segja frá myndinni.

POPP OG KÓK í boði félagsins.

 

 

BB