Ein æfing á dag kemur skapinu í lag

Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.

Sæl og gleðilegt ár!

Markmiða dagatalið fyrir janúar kemur óvenju seint inn að þessu sinni en þegar rútínan breytist og maður “missir af” nokkrum dögum þá byrjar maður þar sem maður er staddur og skipuleggur vikuna, mánuðinn, árið þar sem maður er staddur hverju sinni. Fyrir fyrstu daga janúar setti ég inn punkta sem gott er að hafa í huga þegar við skipuleggjum markmiðin okkar.

Prentvænu útgáfuna er að finna í hlekk hér neðst í textanum.

Ef þið hafið einhverjar óskir eða fyrirspurnir sendið þær þá á: sigurdur@styrkurehf.is

 

Blöðin með æfingunum eru þrjú  – tvö með fyrirfram ákveðnum æfingum, en á það þriðja getur þú sett upp þitt eigið æfingaplan.

Hér getur þú nálgast æfingaprógrammið fyrir nóvember:

Plan með myndum    Plan með texta    Autt plan

 

Ert þú til í áskorunina?

Þú prentar æfingaplanið út, hengir það upp eða setur á áberandi stað. Á hverjum degi gerir þú æfingu dagsins – þessa fyrirfram ákveðnu eða þá sem þú ert búin að skrifa á þitt eigið æfingaplan.

Í hvítu reitina getur þú skráð þín eigin persónulegu markmið.

Í lok mánaðarins getur þú litið stolt/ur yfir mánuðinn og hlakkað til að byrja á æfingum þess næsta. Þeim verður deilt mánaðarlega á fésbókinni.

Sigurður Sölvi er annar tveggja sem sér um hina geysivinsælu hópþjálfun fyrir fólk með MS hjá Styrk, Höfðabakka 9.