Ein æfing á dag kemur skapinu í lag – Febrúar

Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.

Flestir sem setja sér markmið um áramótin eru búnir að gleyma þeim áður en janúar endar!

Málið er að setja sér ekki bara árleg markmið heldur mánaðarleg, vikuleg, langtíma og skammtíma til þess að ná árangri.

Fyrir febrúar gef ég dæmi um öðruvísi markmið sem hægt er að setja sér.

Eitt stórt markmið;
-1000 endurtekningar af styrktaræfingum með eigin líkamsþyngd.

Leið að því með því að setja niður 4 æfingar og skipta þeim niður í þessar 1000 endurtekningar
-400 hnébeygjur
-100 armbeygjur
-300 framstig
-200 y-lyftur

Prentvæna útgáfan er hér í hlekknum fyrir neðan.

Ég mæli áfram með MUNUM dagbókinni fyrir þá sem vilja skipuleggja sig vel í hverri viku.

Ef þið hafið einhverjar óskir eða fyrirspurnir sendið þær þá á: sigurdur@styrkurehf.is

 

Blöðin með æfingunum eru þrjú  – tvö með fyrirfram ákveðnum æfingum, en á það þriðja getur þú sett upp þitt eigið æfingaplan.

Hér getur þú nálgast æfingaprógrammið fyrir febrúar:
Plan með myndum    Plan með texta    Autt plan

 

Ert þú til í áskorunina?

Þú prentar æfingaplanið út, hengir það upp eða setur á áberandi stað. Á hverjum degi gerir þú æfingu dagsins – þessa fyrirfram ákveðnu eða þá sem þú ert búin að skrifa á þitt eigið æfingaplan.

Í hvítu reitina getur þú skráð þín eigin persónulegu markmið.

Í lok mánaðarins getur þú litið stolt/ur yfir mánuðinn og hlakkað til að byrja á æfingum þess næsta. Þeim verður deilt mánaðarlega á fésbókinni.

Sigurður Sölvi er annar tveggja sem sér um hina geysivinsælu hópþjálfun fyrir fólk með MS hjá Styrk, Höfðabakka 9.