Ein æfing á dag kemur skapinu í lag – Júlí :-)

Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.

Júlí er mættur og þar með nýtt dagatal. Við höldum áfram að nýta góða veðrið eins og hægt er en leggjum áherslu á okkar markmið í Júlí, hver eru þau stór sem smá… 
Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um hvað eigi að skrá í auða dálkinn vinstra megin á dagatalinu og setti því inn dæmi um hvernig “Mín Markmið” geta litið út. 
Til að vinna en frekar með markmiðin ykkar tileinkum við föstudaga fyrir markmiðin.Góða skemmtun og deilið endilega markmiðunum ykkar með mér: sigurdur@styrkurehf.is

Hér getur þú nálgast æfingaprórammið fyrir júlí

Blöðin eru tvö – annað er með fyrirfram ákveðnum æfingum, en á hitt getur þú sett upp þitt eigið æfingaplan.

Ert þú til í áskorunina?

Þú prentar æfingaplanið út, hengir það upp eða setur á áberandi stað. Á hverjum degi gerir þú æfingu dagsins – þessa fyrirfram ákveðnu eða þá sem þú ert búin að skrifa á þitt eigið æfingaplan.Í hvítu reitina getur þú skráð þín eigin persónulegu markmið. Í lok mánaðarins getur þú litið stolt/ur yfir mánuðinn og hlakkað til að byrja á æfingum þess næsta. Þeim verður deilt mánaðarlega á fésbókinni.
Sigurður Sölvi er annar tveggja sem sér um hina geysivinsælu hópþjálfun fyrir fólk með MS hjá Styrk, Höfðabakka 9.

 

Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi