Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins:
„September kom í dag með frábæru veðri og vegna útiveru koma markmið mánaðarins inn í seinna lagi í dag.
Eftir að hafa hugsað mest um kviðinn og bakið í ágúst hugum við sérstaklega að jafnvæginu í september.
Ég fékk að heyra það að myndirnar af æfingunum hefðu verið góð viðbót og mikið skemmtilegra að horfa á þær á ísskápnum frekar en dagatal með texta. Ef þið hafið einhverjar spurningar, óskir eða fyrirspurnir sendið þær þá á: sigurdur@styrkurehf.is.“
Blöðin með september-æfingunum eru þrjú núna – tvö með fyrirfram ákveðnum æfingum, en á það þriðja getur þú sett upp þitt eigið æfingaplan.
Hér getur þú nálgast æfingaprógrammið fyrir september; með mynd, með texta, autt
Ert þú til í áskorunina?
Þú prentar æfingaplanið út, hengir það upp eða setur á áberandi stað. Á hverjum degi gerir þú æfingu dagsins – þessa fyrirfram ákveðnu eða þá sem þú ert búin að skrifa á þitt eigið æfingaplan.
Í hvítu reitina getur þú skráð þín eigin persónulegu markmið.
Í lok mánaðarins getur þú litið stolt/ur yfir mánuðinn og hlakkað til að byrja á æfingum þess næsta. Þeim verður deilt mánaðarlega á fésbókinni.
Sigurður Sölvi er annar tveggja sem sér um hina geysivinsælu hópþjálfun fyrir fólk með MS hjá Styrk, Höfðabakka 9.
Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi