ER MINNIÐ LÉLEGT OG MÆTTI VERA BETRA?

Minnisnámskeið fyrir MS-fólk sem vill takast á við minniserfiðleika hefur verið sett á dagskrá í byrjun maí. Um er að ræða meðferð í litlum hópum þar sem fólk getur deilt reynslu sinni og unnið saman við að finna lausnir á minnisleysisvandanum.

Farið er yfir helstu minnisþætti, eins og að læra að muna betur eftir nöfnum, andlitum og tölum, bæta námsárangur ofl.

Lögð er áhersla á heimavinnu og reglulegar æfingar á milli funda.

Námskeiðið er 7 skipti  og kostar 5.000 kr.

Ef lágmarks þátttaka næst þá verður námskeiðið haldið á Sléttuveginum á þriðjudögum kl. 12:00 – 13:45, dagana 6., 13., 20. og 27. maí, 3. og 10. júní með eftirfylgni 1. júlí.

Leiðbeinandi er Claudia Ósk H. Georgsdóttir, taugasálfræðingur.

Sjá einnig hér.

 

Skráning og allar nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 568 8620 eða á msfelag@msfelag.is.

 

 

 

Bergþóra Bergsdóttir