FÉLAGSVIST OG PÁSKAEGG

 TILKYNNING

Miðvikudaginn 27 febrúar n.k. verður félagsvist á Sléttuvegi 5,  kl. 20:00. Fólk er hvatt til að mæta og skemmta sér og öðrum.  Kveðjur frá Söndru og Ósk.

___________________________________________________________

Kæru MS-félagar: Páskaeggin frábæru, sem fjallað er um hér að neðan eru nú til sölu á Sléttuveginum og kosta þau 2000 kr.stykkið. Þetta eru stór egg og full af góðgæti.

Senn líður að páskum og verður efnt til páskaeggjasölu eins og í fyrra.Páskaeggjakonurnar Sandra og Ósk sendu tilkynningu.

 Við viljum minna ykkur á að nú fer senn að líða að páskum og ætlum við að endurtaka páskaeggjasöluna eins og hún var í fyrra.

Látið þessa eggjasölu endilega spyrjast út til vina, kunningja og ættingja, því eitt er víst að það verður enginn svikinn sem situr með Kólusegg í höndunum á páskadagsmorgun.

Verð (búumst við að það verði svipað og í fyrra) og hvernig fólk getur nálgast eggin verður auglýst síðar en þangað til er heimavinna ykkar að láta ALLa vita.

Við látum auglýsinguna frá því í fyrra fylgja með svo þið sem misstuð af þessu síðast hafið einhverja hugmynd um hvað er að ræða.

 Þeir sem vilja geta pantað strax, sjá símanúmer og/eða netfang hér fyrir neðan.  

                                                                        Kveðjur Sandra og Ósk

 AUGLÝSINGIN FRÁ Í FYRRA:    

     Páskaegg til sölu!!!

900 gr. Kólus páskaegg á 1900 kr.

Til samanburðar má nefna að egg nr. 7 frá Nóa Siríus sem vegur um 750 gr. er á 1998 kr. í Bónus, svo ekki láta þetta einstaka tækifæri fram hjá þér fara.

Þið getið pantað egg með því að senda tölvupóst á sandraheima@internet.is einnig getið þið pantað með því að hafa samband við Söndru í síma 692-8624 eða Ósk í síma 892-6963.

Látið koma fram hversu mörg egg þið viljið, nafn og símanúmer.