FLOTTASTA JÓLAKORTIÐ Í ÁR!

Uppfærð 22. október 2008
Í kjölfarið á hrunadansi bankanna og óttalegum efnahagsvanda íslenzku þjóðarinnar hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna, að velunnarar MS félagsins, MS-sjúklingar og aðstandendur þeirra standi þétt að baki félaginu. MS félagið bindur miklar vonir við jólakortasölu MS félagsins í ár, sem Ingdís Líndal, skrifstofustjóri, hefur umsjón með eins og á fyrri árum. N
ú sem aldrei fyrr reynir á samtakamáttinn. Jólakortið er skreytt einstöku listaverki eftir hinn stórgóða listamann Daða Guðbjörnsson og ber heitið “tvöfaldur á brosinu” sem túlka má á ýmsa vegu þessa dagana.

Núna vantar sölumenn jólakorta til að koma þeim í almenna dreifingu. MS félagið skorar á alla félaga og aðstandendur þeirra til að gefa sig fram við skrifstofu MS félagsins sjái þeir sér fært að selja jólakort. Margt smátt gerir eitt stórt og af reynslunni er hægt að fullyrða að þetta orðtak hafi margsannað sig. Þetta er fyrst og fremst verkefni fullorðinna, en hvernig væri að virkja dugnað unga fólksins í grunnskólum landsins? Ef fólk er með snjallar söluhugmyndir hafið samband við skrifstofu MS félagsins. Hringið í síma 568-8620 eða sendið tölvupóst á póstfangið msfelag@msfelag.is

Ingdís Líndal

Ingdís Líndal, skrifstofustjóri, sér um jólakortasöluna eins og jafnan áður

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið þótt langt sé til jóla. Öll þekkjum við það öll af reynslunni, að tíminn flýgur frá manni í jólaundirbúningnum og jólakortin þarf að kaupa með góðum fyrirvara til þess að þau berist vinum, aðstandendum, frændfólki, viðskiptavinum og öllum þeim öðrum, sem við viljum gleðja með jólakveðju. Þetta á ekki sízt við um jólakort til útlanda.

Ætlunin er að setja kraft í jólakortasöluna af þessum ástæðum, en einnig vegna þeirrar einföldu staðreyndar að hér er um að ræða eina af fáum fjáröflunarleiðum MS félagsins. Í erfiðri tíð reynir enn meira á, að við stöndum öll saman og kaupum jólakort MS félagsins 2008.  
Sala jólakortanna er mikilvæg tekjulind félagsins og kosta 8 kort saman í pakka kr. 1.000,-
Jólakort MS-félagsins í ár skartar listaverki eftir Daða Guðbjörnsson og ber myndin nafnið „tvöfaldur á brosinu“ (sjá mynd). Kortið er 12×15 cm á stærð með textanum „Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár“.
MS-félagið er hagsmunafélag MS-fólks og stendur fyrir umfangsmikilli fræðslustarfsemi og heldur margvísleg námskeið fyrir fólk með sjúkdóminn og aðstandendur þess. Þá er ýmis þjónusta veitt á vegum félagsins, svo sem félagsráðgjöf, læknisráðgjöf, jógatímar, líkamsþjálfun og fleira.Mynd með frétt
Það er mikið áfall fyrir alla, ungt fólk og eldra, að greinast með alvarlegan sjúkdóm, sem getur breytt lífi þess og framtíðaráformum. Þess vegna leggur félagið mikla áherslu á fræðslu og námskeiðahald til þess að hjálpa fólki að aðlagast breyttum aðstæðum.
Lesið tilkynningu um jólakörtasölu ársins 2008 og aðrar leiðir til að styrkja MS félagið, s.s. með kaupum á armböndunum vinsælu, spilastokkunum, sem eru kjörnar jólagjafir og fleiri kosti. Smellið á “Styrkja félagið”. –