FRÁBÆR JÓLAGJÖF FRÁ ELKO

Nú í byrjun desember gaf ELKO starfsfólki sínu tækifæri á að velja góðgerðarsamtök sem myndu hljóta frá þeim styrk í formi tækjagjafar. Við í MS-félaginu vorum svo lánsöm að vera eitt af þeim samtökum sem hlutu styrk og komu þau Lilja Kristín, Óli Karló og Auður, starfsmenn ELKO, færandi hendi í morgun og afhentu okkur Marshall Woburn II hátalara og Sony 5.1 3D Blu-ray heimabíó. Þessi tæki munu nýtast einkar vel, bæði í starfi MS-félagsins sem og MS Setursins og kunnum við ELKO bestu þakkir fyrir þessar rausnarlegu gjafir.

Á myndinni má sjá Berglindi Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra MS-félagsins, Lilju Kristínu, starfsmann ELKO, Ingibjörgu Ólafsdóttur, forstöðumann MS Setursins, Óla Karló, starfsmann ELKO og Ingdísi Líndal, skrifstofustjóra MS-félagsins.