FRÆÐSLUFUNDUR Á AKUREYRI laugardaginn 5. nóvember

Fræðslufundur MS-félagsins fyrir MS-fólk á Akureyri og nágrenniverður haldinn laugardaginn 5. nóvember í sal Brekkuskóla við Skólastíg. Húsið opnar kl. 12:30.

Fjölbreyttir fyrirlestrar verða á dagskrá og veitingar í boði.

Frá félaginu mæta þær Berglind Guðmundsdóttir, Bergþóra Bergsdóttir og Sigurbjörg Ármannsdóttir. Gestafyrirlesari verður Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk sjúkraþjálfun í Reykjavík.

 

Allir velkomnir, bæði fólk með MS sem og fjölskyldur þeirra og vinir.

 

Dagskrá:

Kl. 12:30     Hittast og njóta veitinga

Kl. 13:00     Ávarp – Berglind Guðmundsdóttir, formaður

Kl. 13:05     Fyrirlestur – Þjálfun í hópi

                                   Sigurður Sölvi Svavarsson heldur erindi um jafnvægis-

og styrktarþjálfun og segir frá hópþjálfun fyrir MS-fólk

hjá Styrk* sjúkraþjálfun í Reykjavík.

 

 

                                   Sigurbjörg Ármannsdóttir segir frá reynslu sinni af

                                   þjálfun í hópi.

 

                                   Bergþóra Bergsdóttir segir frá þjálfun á hestbaki og

                                   möguleikum til þjálfunar á Akureyri.

 

Kl. 14:00     Fyrirlestur – Lyf og meðferðir

                                   Bergþóra Bergsdóttir heldur erindi um MS-lyf og hvers

                                   er að vænta í lyfjamálum og meðferð og gefur góð ráð um

                                   meðferðir við helstu einkennum sjúkdómsins.

 

Kl. 15:00     Fyrirlestur – Samskipti

                                   Bergþóra Bergsdóttir heldur erindi um þær áskoranir sem

                                   MS-fólk getur mætt í samskiptum við nánasta umhverfi sitt

                                   (við börn, foreldra, vini og maka, í kynlífi, vegna barneigna

                                   og í félagslífi).

 

Kl. 15:45     Umræður og fyrirspurnir

 

 

Fundarstjóri: Sigurbjörg Ármannsdóttir

Gert er ráð fyrir 10-15 mínútna hléi á milli fyrirlestra og að fundinum ljúki um kl. 16.          

 

 

 Eftir fundinn verða fulltrúar MS-félagsins til viðtals:

·        Berglind Guðmundsdóttir um lyf, meðferðir og mataræði.

 

·        Bergþóra Bergsdóttir um samskipti og hugræn og tilfinningatengd einkenni MS   (t.d. erfiðleikar með minni, tal, einbeitingu og athygli og breytingar á persónuleika og háttalagi, s.s. þunglyndi, tilfinningasveiflur og minna frumkvæði).

 

·        Sigurbjörg Ármannsdóttir um hjálpartæki og áskoranir vegna breytinga á daglegu lífi vegna sjúkdómsins.

 

 

 

 

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta J

 

 

*Um hópþjálfun hjá Styrk má lesa hér, um nauðsyn skynsamlegrar þjálfunar og áhrif hennar á líkama og sál má lesa hér og um árangur jafnvægisþjálfunar má lesa hér.

 

MS-félagið vinnur nú að því, í samvinnu við Sigurð Sölva Svavarsson, að koma af stað hópþjálfun fyrir fólk með MS á Akureyri og nágrenni, sé áhugi fyrir hendi. Þjálfunin færi fram í sjúkraþjálfunarstöðinni Eflingu á Akureyri, í umsjá Hannesar Bjarna Hannessonar.

 

Hjá Styrk eru nú tveir MS-hópar, skipt eftir getu einstaklinganna. Annar hópurinn æfir tvisvar í viku, hinn þrisvar í viku, klukkutíma í senn. Æfingar miða við sértæka líkamlega þjálfun í hópi með áherslu á jafnvægi, færni og úthald. 

 

Verð er mismunandi fyrir einstaklinga en fer eftir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands um hópþjálfun, sjá hér.