FRÆÐSLUFUNDUR UM BEINÞYNNINGU 14. APRÍL

Fólki með MS er hættara við að fá beinþynningu meðal annars vegna minni hreyfigetu og sterameðferða. Beinþynning er „þögull sjúkdómur“ sem veikir beinin og eykur hættuna á beinbrotum sem oft valda miklum verkjum og langtíma færniskerðingu.

Því stendur MS-félagið fyrir fyrirlestri um beinþynningu í MS-húsinu fimmtudagskvöldið 14. apríl n.k. kl. 20:00.

 

Halldóra Björnsdóttir hjá Beinvernd mun fræða okkur um beinþynningu og gefa okkur góð ráð um forvarnir. Einnig mun hún fara inn á áhættuþætti, greiningu og meðferð.

 

Beinbrot vegna beinþynningar eru alltof algeng. Rannsóknir sýna að ein af hverjum þremur konum og einn af hverjum fimm körlum eldri en 50 ára koma til með að hljóta beinbrot vegna beinþynningar. Margt er þó hægt að gera til að minnka áhættuna.

Á vefsíðu Beinverndar beinvernd.is er að finna margskonar fróðleik og góð ráð. Þar má einnig taka einnar mínútu áhættupróf frá alþjóða beinverndarsamtökunum IOF til að meta eigin áhættu á beinþynningu.

 

Við hvetjum ykkur til að mæta en gott er að láta vita um þátttöku í síma 568 8620 eða með því að senda tölvupóst á netfangið msfelag@msfelag.is.

 

MS-húsið er að Sléttuvegi 5 og verður opið frá kl. 19:15. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.

 

 

BB