Fræðsluteymi MS-félagsins stendur fyrir fræðslufundi með fróðlegum fyrirlestrum um sálfræði, jóga og meðferðir við MS í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5, laugardaginn 6. apríl kl. 13-15.
Dagskrá:
13:00 Berglind Jensdóttir, sálfræðingur, með fyrirlestur um sálfræði
Félagið býður upp á sálfræðiþjónustu til reynslu fram til loka júní.
13:30 Svava Blöndal, jógakennari, með fyrirlestur um jóga
Hvað er jóga og hvernig getur ástundun jóga hjálpað okkur við að efla lífsgæði okkar?
14:00 Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi, með fyrirlestur um meðferðir við MS
Fjallað verður um MS-lyf sem banka nú á dyrnar, rannsóknir og stofnfrumumeðferðir.
14:30 Veitingar og umræður
Fundarstjóri: Berglind Guðmundsdóttir
Skrá þarf þátttöku fyrir 4. apríl hér eða á skrifstofu í síma 568 8620
BB