FRÆÐSLUMYNDIN UM MS ENDURSÝND Á RÚV

Á morgun, 19. október kl. 16:30, verður fræðslumyndin MS: TAUGASJÚKDÓMUR UNGA FÓLKSINS endursýnd í Sjónvarpi RÚV. Myndin var gerð í tilefni þess að 45 ár eru liðin frá stofnun MS-félagsins. Hún sýnir þróun á stöðu MS-fólks og í lyfjamálum frá því fyrir 10 árum síðan þegar fræðslumynd var síðast gerð. Myndin segir sögu þriggja einstaklinga með MS en að auki fjallar Sóley Þráinsdóttir, taugalæknir, um sjúkdóminn frá sjónarhóli læknisfræðinnar.

Fræðslumyndin var einnig gerð í tveimur vefútgáfum, með annarsvegar íslenskum texta og hinsvegar með enskum texta. Vefútgáfurnar verða aðgengilegar á vefsíðu félagsins og YouTube innan hálfs mánaðar og verður vakin athygli á útgáfunni hér á heimasíðunni og á Fésbókinni.

Sjá tengda frétt hér.

 

 

 

BB