Fræðslunámskeið um MS sjúkdóminn

FRÆÐSLUNÁMSKEIÐ UM MS-SJÚKDÓMINN

MS félag Íslands efndi til fræðslunámskeiðs um MS-sjúkdóminn fyrir
fólk með MS.
Námskeiðið skiptist í tvo hluta og var haldið 14. og 21. mars báða dagana í húsi félagsins að Sléttuvegi 5 Reykjavík, og því var einnig streymt, þ.e. sent út á netið um tengil á heimasíðu okkar, msfelag.is.

Námskeiðið var aðeins hugsað fyrir fólk með MS.

Eftirfarandi fagfólk var með fræðsluerindi:

14. mars – horfa á fund
María Hrafnsdóttir, taugasérfræðingur
Margrét Sigurðardóttir, félagsráðgjafi
Sigþrúður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur

21. mars horfa á fund
Heba Magnúsdóttir, sjúkraþjálfari
Anne Grethe Hansen, iðjuþjálfi
Claudia Ósk Hoeltje, taugasálfræðingur

Námskeiðið tókst í alla staði mjög vel.
Hægt er að horfa á það í endursýningu á netinu.
Um 50 manns komu í MS.félagið að Sléttuvegi hvort kvöld , en um 550 manns hafa farið inn á netið og horft á fyrri hlutann þann 14. mars en 166 manns hafa skoðað seinni sem haldinn var 21.mars.