FRÓÐLEGUR FUNDUR UM LYF OG MEÐFERÐIR

Vel var mætt á áhugaverðan fund um lyf og meðferðir í MS-sjúkdómi síðastliðinn laugardag, þar sem taugalæknarnir Haukur Hjaltason og Sverrir Bergmann fræddu viðstadda um lyf og meðferðir í MS-sjúkdómi.

Fram kom í máli Hauks Hjaltasonar að Tysabri-gjöf hefur gengið vel hér á Íslandi og reynsla Tysabri-þega hér sé almennt góð. Athuganir Hauks hafa ótvírætt sýnt að lyfið sé að skila árangri, þ.e. færri köst og almennt betri líðan fólks.

Við hjá MS-félaginu erum því vongóð um að nú verði gefið vel í og fleiri komist á lyfið Tysabri innan tíðar.

 

 

Sverrir Bergmann á fundi 17. október 2009Sverrir Bergmann ræddi um evrópska rannsókn MS-ID og vildi koma á framfæri hvatningu til alla þeirra einstaklinga með MS sem hann hefur ekki náð til enn, að hafa samband við sig í gegnum skrifstofu MS-félagsins í síma 568 8620 eða með því að senda tölvupóst á msfelag@msfelag.is

Rétt er að benda á að fyrirspurn barst símleiðis varðandi það bólusetningu við svínainflúensu. Samkvæmt ráðleggingum á vef Landlæknisembættisins www.influensa.is er fólk með undirliggjandi sjúkdóma, þar með talið tauga- og vöðvasjúkdóma í markhópi 1. Einstaklingar í markhópi 1 verða hvattir til að láta bólusetja sig þegar bólusetning hefst hér á landi, nema þeir hafi þegar fengið staðfesta sýkingu af völdum inflúensu A(H1N1)v, sjá nánar hér. Haukur Hjaltason lagði einnig út af þessu á fundinum og ráðlagði þeim einstaklingum með MS sem finndu fyrir sínum sjúkdómi að láta bólusetja sig.

Annars hvetjum við lesendur til að horfa á fyrirlesturinn hér á síðunni þar sem hann verður áfram aðgengilegur. Smellið hér til að horfa.