Fulltrúar óskast í málefnahópa Öryrkjabandalagsins

Hefur þú áhuga á að starfa í málefnahóp Öryrkjabandalagsins? 

Á aðalfundi ÖBÍ 20.-21. október 2017 verða formenn málefnahópa ÖBÍ kosnir.  Nú er kallað eftir áhugasömum einstaklingum frá aðildarfélögunum til þátttöku í starfi hópanna. Hóparnir samanstanda af formanni sem kosinn er á aðalfundi og 6 fulltrúum sem tilnefndir eru af aðildarfélögum ÖBÍ, stjórn ÖBÍ velur úr þeim tilnefningum sem berast.

Málefnahóparnir eru fimm talsins og eru þeir eftirfarandi:

  • Aðgengi
  • Atvinnu- og menntamál
  • Heilbrigðismál
  • Kjaramál
  • Sjálfstætt líf

 

Af nógu er að taka og MS-félagið vill gjarnan hafa fulltrúa í fleiri en einum hóp. Ef þú hefur brennandi áhuga og svigrúm til þátttöku í málefnastarfinu máttu endilega senda okkur línu á msfelag@msfelag.is eða hafa samband við skrifstofu í síma 568-8620 og gera grein fyrir hvaða málefni þú brennur fyrir og hversvegna. MS-félagið mun svo tilnefna einn eða fleiri fulltrúa frá félaginu, en stjórn ÖBÍ tekur svo ákvörðun um val á fulltrúum í málefnahópana.

 

Frestur til að skila inn umsókn er fyrir lok fimmtudagsins 26. október nk.