FULLTRÚI Í VELFERÐARÁÐI BORGARINNAR KYNNIR SÉR FERÐAÞJÓNUSTUNA

Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Samfylkingar í velferðaráði Reykjavíkurborgar og varaformaður MS-félagsins, fór á dögunum með félaga okkar Jóhönnu Pálsdóttur, á rúntinn í ferðaþjónustubíl fyrir fatlaða. Ferð þeirra tók rúmlega klukkustund með þremur misflóknum stoppum á leiðinni. Heiða dáist að jákvæðni farþega og bílstjóra og segist reynslunni ríkari sem hún taki með sér á fund velferðaráðs.

Það er frábært að fulltrúi í velferðarráði borgarinnar sjái sér fært að kynna sér af eigin raun ferðaþjónustuna sem svo mikill styrr hefur staðið um. Það mættu allir borgar- og bæjarfulltrúar á höfuðborgarsvæðinu og forsvarsmenn Strætó taka sér til fyrirmyndar.

MS-félagið hefur fylgst mjög vel með málefnum ferðaþjónustunnar, mætt á fund með hagsmunaaðilum sem Strætó bs. boðaði til í sl. mánuði og komið ábendingum á framfæri.

 

 

Myndirnar eru af þeim Jóhönnu og Heiðu

 

 

Minnum á opinn fund Sjálfsbjargar n.k. miðvikudag, 18. febrúar, með notendum ferðaþjónustunnar, sjá hér

 

 

Bergþóra Bergsdóttir