FUNDARBOÐ: AÐALFUNDUR MS-FÉLAGS ÍSLANDS

 

Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn laugardaginn 7. maí 2016 kl. 13 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 12:30.

 

Dagskrá:

1.    Venjuleg aðalfundarstörf

2.    Önnur mál

 

Tillögur félagsmanns að breytingu á 5. gr. er varðar atkvæðisrétt og framboð til stjórnar og nefnda og breytingu á 9. gr. er varðar kjörtímabil formanns verða bornar upp á fundinum. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.msfelag.is.

Vinsamlega athugið að framboð til stjórnar og nefnda skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund og jafnframt að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir fundinn.

Virðingarfyllst,

Stjórn MS-félags Íslands

 

 

Sjá fundarboð hér

Sjá lög félagsins hér

Sjá tillögur félagsmanns að breytingu á lögum félagsins hér

 

Auglýsing með fundarboði er birt í Fréttablaðinu, laugardaginn 23. apríl.