FYRIRLESTUR: MIKILVÆGI HREYFINGAR FYRIR HEILSUNA

Parkinsonsamtökin á Íslandi verða með fyrirlestur um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna í Gullteigi á Grand Hótel, laugardaginn 17. janúar kl. 11.00, þ.e. eftir rúma viku.

 

Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis en skrá þarf þátttöku þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

 

Fyrirlesari er Ingibjörg H. Jónsdóttir. Ingibjörg er prófessor í hreyfingu og heilsu við Gautaborgarháskóla og forstöðumaður Streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar.

 

Að loknum fyrirlestrinum mun Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari fjalla um virkni hreyfiseðla á Íslandi.

Léttar veitingar verða í boði Parkinsonsamtakanna.

Hægt er að skrá þátttöku á vefsíðunni parkinson.is, sjá hér, á forminu sem þar er að finna eða í síma 552-4440. Skráningu lýkur fimmtudaginn 15. janúar en betra er að skrá sig fyrr en síðar.

Sjá auglýsingu hér.

 

BB