FYRIRMYNDARDAGUR HJÁ VINNUMÁLASTOFNUN 4. APRÍL

Fyrirmyndardagurinn er dagur þar sem fyrirtæki og/eða stofnanir bjóða atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að fylgja starfsmanni eftir í fyrirtækinu eða stofnuninni, í einn dag eða hluta úr degi.

Þátttakendur dagsins í ár eru atvinnuleitendur með skerta starfsgetu sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnun og fyrirtæki sem nú þegar eru í samvinnu við verkefnið Atvinna með stuðningi auk fyrirtækja sem eru aðilar innan Festa-samfélagsábyrgð fyrirtækja, auk nokkurra annarra fyrirtækja.

Fyrirmyndardagurinn verður haldinn í fyrsta sinn á Íslandi 4. apríl n.k. Stefnt er að því að Fyrirmyndardagurinn verði árlegur viðburður og að umfang dagsins aukist ár frá ári. Umfang dagsins í ár verður þó ekki mikið þar sem um fyrsta skipti er að ræða. 

Í ár verður eingöngu horft til höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, eða þar sem Vinnumálastofnun er með starfsemi Atvinna með stuðningi. Stefnt  er  að því að Fyrirmyndardagurinn verði haldinn á landsvísu til þess að allir sem áhuga hafa á að taka þátt fái tækifæri til þess, bæði  atvinnuleitendur með skerta starfsgetu og atvinnurekendur.

Verkefnið hefur opnað möguleika fatlaðs fólks til fjölbreyttari atvinnuþátttöku. Með Fyrirmyndardeginum fá atvinnuleitendur tækifæri til þess að kynna sér margvísleg störf auk þess sem forsvarsmenn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu.

 

Hafið endilega samband við Vinnumálastofnun í síma 515 4800 ef þið hafið áhuga á að taka þátt, eruð að leita ykkur að atvinnu og eruð á skrá hjá Vinnumálastofnun.

 

 

 

Frétt af http://www.vinnumalastofnun.is/vinnumalastofnun/frettir/nr/2596/fyrirmyndardagur-hja-vinnumalastofnun/

BB