FYRSTI ALÞJÓÐLEGI MS DAGURINN 27. MAÍ 2009!

Þann 27. maí nk. verður í fyrsta sinn efnt til alþjóðlegs MS dags. Alþjóðleg samtök MS félaga (Multiple Sclerosis International Federation) ásamt aðildarfélögum standa að MS-deginum. Í framtíðinni verður alþjóðlegur MS dagur haldinn síðasta miðvikudag í maí ár hvert.

Alþjóðlega MS deginum er m.a. ætlað að:
• Auka vitund um MS sjúkdóminn, MS félög í hverju landi og alþjóðlegu MS hreyfinguna.
• Virkja alþjóðlegu MS hreyfinguna.
• Auka alþjóðlega samvinnu í rannsóknum til að stöðva framgang MS og áhrif hans.

MS-félag Íslands ætlar efna til landssöfnunar meðal almennings í tilefni dagsins og mun hún standa yfir í nokkrar vikur. Landsmenn mega því eiga von á upphringingu frá okkur. Helsta baráttumál okkar í dag er allir þeir MS-sjúklingar, sem gagn hafa af, fái lyfið Tysabri.

Fyrirtækin Gæðabakstur og Ömmubakstur ætla að vera svo rausnarleg að gefa 10 kr. af hverjum seldum flatkökupakka frá fyrirtækjunum vikuna 21.-27. maí 2009. Við hvetjum alla til að leggja þessu góða málefni lið og birgja sig upp af flatkökum.

Hús MS félagsins

Síðast en ekki síst verður efnt til hátíðar hér á Sléttuveginum milli kl. 15 og 18. Boðið verður upp á tónlistar- og skemmtiatriði og Endurhæfingarstöðin verður með opið hús. Grillaðar pylsur, gos, ís og blöðrur fyrir gesti og gangandi. Við hvetjum allt MS fólk, aðstandendur og áhugamenn til að fjölmenna og taka börnin með sér.

Sett hefur verið á stofn sérstakt vefsvæði þar sem hægt er að fylgjast með viðburðum og fleiru sem tengist deginum. Slóðin er www.worldmsday.org. Frekari upplýsingar verða einnig birtar hér á vefnum þegar nær dregur.