GALADANSLEIKUR Á GRAND HÓTELI

Parkinsonsamtökin standa fyrir galadansleik á Grand Hóteli laugardagskvöldið 16. apríl n.k. og bjóða m.a. félagsmönnum MS-félagsins að vera með.

Glæsilegur kvöldverður, frábær skemmtidagskrá og dansleikur sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Boðið verður upp á lambakjöt með tilheyrandi meðlæti, kaffi, te og konfekt.

Kór Parkinsonsamtakanna syngur, það verður happdrætti og Dóri DNA og Elva Dögg verða með uppistand.

Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi.

Veislustjóri er Jakob Þór Einarsson, leikari.

 

Hægt er að fara bara á dansleikinn og kostar miðinn þá 2.500 kr. en fyrir þá sem vilja „taka kvöldið alla leið“ og njóta einnig kvöldverðar og skemmtidagskrár kostar miðinn 6.000 kr.

Miðasala á er hafin og er hægt að panta miða hér.

 

Galakvöldið byrjar kl. 19 en dansleikurinn kl. 21.

Nánari upplýsingar hjá Parkinsonsamtökunum í síma 552 4440.

 

 

BB