GAMAN Á REIÐNÁMSKEIÐUM – MYNDIR Á VEFNUM

Mánudaginn 2. júní sl. lauk 6 vikna reiðnámskeiði sem 6 MS-ingar höfðu tekið þátt í. Eftir reiðtímann bauð Hestamennt (Fræðslunefnd fatlaðra hjá Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ) upp á heljarins veislu í félagsheimilinu Harðarbóli þar sem þátttakendur voru útskrifaðir með viðurkenningarskjal og leystir út með gjöfum. Þátttakendur eru alsælir með námskeiðið en fimm þeirra höfðu einnig tekið þátt í fyrra námskeiðinu og höfðu því verið nær vikulega á hestbaki í fjóra mánuði.

 

Sjá myndir.

 

Námskeiðin snúast ekki eingöngu um að vera á hestbaki og fá þjálfun heldur einnig um góðan félagsskap og að gera eitthvað utan þess venjulega. Námskeiðin voru tvískipt, þ.e. helmingur á baki á meðan helmingur horfði á og skemmti sér, því alltaf var eitthvað skemmtilegt um að vera hjá þeim sem biðu. Námskeiðin voru svo vel skipulögð og mönnuð að aðstoðarfólk var bæði með þeim sem voru á hestbaki og þeim sem biðu.

Oftar en ekki var hellt upp á kaffi og jafnvel að einhver kom með eitthvað gott með því. Hlátrasköllin glumdu um alla reiðhöllina þegar sagðar voru sögur eða brandarar, fíflast og hlegið. Það er ekki að spyrja að (okkur) hestamönnum – og MS-fólki – alltaf gaman hvar sem við erum J

 

 

Í einum reiðtímanum kom fólk frá Eiðfaxa, tímariti hestamana, og tók viðtal við Helgu Kára og Nonna (Jón G. Þórðar.). Sjá frétt hér. Gaman að því J

 

Búið er að setja myndir inn í myndasafn MS-vefsíðunnar sem teknar voru á fyrra reiðnámskeiðinu. Þær má nálgast á forsíðunni, neðarlega til hægri. Aðal myndasmiður er Kristján Einar Einarsson en ýmsir aðrir tóku einnig myndir.

 

 

Allir þátttakendur eru sammála um að námskeiðin hafi verið einstaklega skemmtileg, bætt jafnvægi og styrkt líkama og sál. Flestir byrjuðu með öryggisbelti og þrjá aðstoðarmenn en sleppa nú öryggisbeltinu og láta 1-2 aðstoðarmenn duga.

 

Hestamennt á heiður skilið fyrir námskeiðin. Allir sem komu að námskeiðunum voru einstaklega hresst og yndislegt fólk sem gerði góð námskeið ennþá betri. Takk, takk J