GEÐVEIK JÓL!

Fyrirtækið VIRTUS hefur ákveðið að styrkja MS-félagið í keppninni um „geðveikasta jólalagið“ í ár sem er liður í átakinu Geðveik jól sem nú er haldið í fimmta sinn. Þar keppa fyrirtæki sín á milli um „geðveikasta jólalagið“ sem ýmist er samið af starfsmönnum þeirra eða saminn er nýr texti við eldra útgefið lag. Lögin eru síðan tekin upp á myndband, spiluð í Ríkisútvarpinu og sýnd í sjónvarpinu. Á sama tíma fer fram áheitasöfnun á meðal almennings.

 

Velunnarar MS-félagsins eru hvattir til að sýna laginu okkar stuðning en áheitakosning stendur yfir frá 5. til 10. desember.

 

Nánar verður sagt frá keppninni síðar og hvernig eigi að heita á lagið.

 

Fyrsti þáttur um Geðveik jól verður á dagskrá RÚV 5. desember og lokaþáttur verður á dagskrá 12. desember. Í lokaþætti kemur í ljós hvaða lag hreppir titilinn Geðveikasta jólalagið 2015.

 

Fyrirtækin sem keppa í ár eru: VIRTUS, Bestseller, Hamborgarabúllan, Löður, Toyota, Dohop, Kjarnafæði og LS Retail.

 

Málefnin sem njóta góðs af keppninni í ár, fyrir utan MS-félagið, eru: Barnaspítali hringsins, BUGL, Einstök börn, Líf, Geðhjálp, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og Kraftur.

 

 

Sjá fésbókarsíðu VIRTUS hér

Sjá vefsíðu VIRTUS hér

Sjá fésbókarsíðu átaksins hér

Sjá vefsíðu átaksins hér

 

 

Við fengum að heyra lagið okkar á Basar MS Setursins sem haldinn var sl. laugardag og erum við viss um að lagið mun ná langt, ef ekki bara 1. sætinu J

 

Sjá myndir sem teknar voru á Basarnum af söngvaranum og undirleikara…..

 

og hluta af aðstandendum hópsins