GJAFAKORT TÆKJAKAUPASJÓÐS MS-FÉLAGSINS

Nú er hægt að kaupa falleg gjafakort hjá MS-félaginu þar sem gjafaframlag rennur í tækjakaupasjóð félagsins.

Lágmarks framlag er 2.000 kr. en annars er verð kortanna ótakmarkað.

Gjafakortin eru tilvalin fyrir fólk í jólagjöf, afmælisgjöf eða aðrar tækifærisgjafir.

Hægt er að fá kortin með mismunandi myndum eftir Eddu Heiðrúnu Backman og Tolla sem prýtt hafa kort félagsins undanfarin ár.

Inn í kortið er áritað með fallegu letri að um gjafakort MS-félagsins sé að ræða sem með því hefur móttekið gjafaframlag í tækjakaupasjóð félagsins. Sjóðnum er ætlað að fjármagna tæki til notkunar í sjúkraþjálfunarsal MS-Setursins.

Bent er á mikilvægi endurhæfingar og líkamsþjálfunar vegna afleiðinga MS-sjúkdómsins, sem með tímanum hefur áhrif á leiðni taugaboða þannig að skilaboð um hreyfingu, tal eða hugsun truflast og nær illa eða alls ekki fram til réttra líkamshluta.

Kortin eru til sölu á skrifstofu MS-félagsins að Sléttuvegi 5 á milli kl. 10 og 15 daglega.

Einnig er hægt að hringja á skrifstofuna í síma 568 8620 og óska eftir því að fá kortin send heim til gefanda eða til þess sem kortið er til og þá með þeirri áritun eða kveðju sem beðið er um.

Hægt er að greiða fyrir gjafakort með greiðslukorti, sé þess óskað.

 

 

 

 

BB