Það er alltaf stutt í húmorinn hjá okkar fólki og oft ekki erfitt að gera létt grín af sjálfum sér og aðstæðum sínum.
Fjórar hressar stelpur á MS Setrinu tóku sig saman á dögunum þegar þær voru við piparkökubakstur heima hjá einni og sömdu texta við lagið Glaðasti hundur í heimi og kölluðu Glaðasta öryrkja í heimi.
Tvær – einnig hressar stelpur á MS Setrinu – bættust í leikinn síðar. Lagið Glaðasti hundur í heimi er sungið af Friðriki Dór við texta eftir Dr. Gunna.
Stelpurnar settu textann upp á blað með gleðimyndum af sjálfum sér og heimiluðu MS-vefnum að birta. Höfundarnir kalla sig Öryrkja í felum og vona að einhverjir hafi gaman af tiltækinu J
Sjá hér
BB