GLEÐILEGA PÁSKA !! Myndir frá páskabingói

MS-félagið óskar öllum gleðilegrar páskahátíðar.

Páskabingó félagsins fór fram sl. laugardag og var vel sótt að venju. Mörg páskaegg voru í verðlaun og vinningshafar margir eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.

Bingóinu stjórnuðu með glæsibrag þær Ólína Ólafsdóttir, Berglind Björgúlfsdóttir og Vigdís Ingólfsdóttir.

Myndir af bingóinu eru komnar í myndasögusafn félagsins, sjá hér, en þær tók Kristján Einar Einarsson, ljósmyndari.