GLEÐILEGA PÁSKA. Myndir frá páskabingói

 

MS-félagið óskar félagsmönnum sínum og velunnurum gleðilegrar páskahátíðar.

 

Á dögunum var hið árlega og sívinsæla páskabingó haldið í MS-húsinu. Ungir sem aldnir mættu með þá von í brjósti að fá tækifæri til að kalla BINGÓ hástöfum og hljóta páskaegg að launum og fengu margir tækifæri til þess. Bingóstjórinn okkar, Ólína Ólafsdóttir, stýrði bingóinu af röggsemi eins og henni er lagið og þær hressu vinkonur Berglind Björgúlfsdóttir og Vigdís Ingólfsdóttir sáu um að ekki skorti veitingar.

Á myndinni hér til hliðar má sjá unga manninn sem hreppti stærsta eggið og systur hans hjálpa honum að halda á því J

 

Eins og áður hefur verið sagt frá hér á vefnum ákváðu starfsmenn Virtus, sem er fyrirtæki sem hýsir fjármálatengd verkefni fyrir einstaklinga, félög, fyrirtæki og stofnanir, að taka þátt í átakinu Geðveik jól sem var í gangi fyrir síðustu jól og styrkja MS-félagið með laginu Verð að klára fyrir jól (sjá umfjöllun hér og hér).

Fulltrúi Virtus, Þorkell Guðjónsson, og sonur hans Guðjón, mættu á bingóið og afhentu félaginu formlega afrakstur átaksins 260.000 kr. sem Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður MS-félagsins, tók á móti.

 

Sjá má myndir frá bingóinu hér.

 

 

BB